Hlaupahópur Víkings

Reykjavík

Allir eru velkomnir í hlaupahóp Almenningsíþróttadeildar Víkings. Almenningsíþróttadeildin er fyrir alla 16 ára og eldri; byrjendur, rólega, röska og þeytinga.

Æfingar:

  • Mánudagar kl. 18:00 - 19:00 - æfing með þjálfara - skokk/hlaup, hraðabreytingar og teygjur
  • Miðvikudagar kl.18:00 - 19:30 Æfing með þjálfara frá kl.18.00-19.00. Styrktaræfingar eða jóga frá kl.19.00-19.30
  • Laugardagar kl. 9:00 - hópurinn hittist án þjálfara - rólegri lengri hlaup samkvæmt þjálfunaráætlun (kl.10.00 yfir háveturinn - auglýst sérstaklega).

Aðrar upplýsingar:

  • Þjálfarar: Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupaþjálfari og Elísabet Anna Finnbogadóttir, jógakennari.
  • Greiðandi iðkendur hafa aðgang að lokuðum facebook hóp þar sem frekari upplýsingar um æfingar og fyrirkomulag er birt. Hægt er að skrá sig í hópinn á heimasíðu Víkings í gegnum Nóra eða með því að senda tölvupóst á netfangið almenningur@vikingur.is.
  • Víkingar í Fossvogi hafa hlaupið saman frá 2002 en hlaupahópur Víkings var stofnaður formlega árið 2010 undir hatti Almenningsíþróttadeildar Víkings. Markmið deildarinnar er að efla félagsauð með samvinnu við íbúa og stofnanir í hverfinu og stuðla þannig að bættri lýðheilsu. Í dag heldur deildin úti hlaupa- og hjólahópi en báðir hópar æfa undir leiðsögn þjálfara.
  • ALLIR eru velkomnir í hlaupahóp Víkings. Best er að senda okkur fyrirspurn á almenningur@vikingur.is og svo bara að mæta á æfingar. Byrjendur fá nokkra fría prufutíma en til að gerast félagi í hlaupahópnum er nauðsynlegt að skrá sig á póstlista hópsins og greiða æfingagjöldin sem eru 18.000 á ári. Sendu okkur póst á almenningur@vikingur.is  eða skráðu þig í gegnum heimasíðu Víkings.

Heimasíða:  http://vikingur.is/almennings

Facebooksíður:

  • Almenningsíþróttadeild Víkings
  • Hlaupahópur Víkings og
  • Hjólahópur Víkings

Umfjöllun hlaup.is um skokkhóp Víkings

Viðtal við Tonie Gertin Sörensen úr Skokkhópi Víkings.

Yfirheyrsla: Vilhjálmur Jónsson úr Hlaupahópi Stjörnunnar og Víkings

Uppfært 6.9. 2018