ÍR skokkarar æfa saman þrisvar í viku frá ÍR heimilinu við Skógarsel og Breiðholtslaug. Auk æfinga stendur skokkhópurinn fyrir ýmsum uppákomum. Má þar nefna lengri og skemmri gönguferðir með gönguhópnum Fífurnar, sameiginlegar ferðir í hlaup innanlands og utan, fræðslufundum o.fl.

Allir eru velkomnir á æfingar og hópurinn tekur fagnandi á móti öllum sem vilja bætast í hópinn. Mikil breidd er í getu iðkenda og eru æfingaáætlanir í samræmi við fjölbreytileika hópsins.

Markmið ÍR skokk er að hafa byrjendanámskeið a.m.k. einu sinni á ári fyrir alla þá sem eru að hlaupa sín fyrstu skref. Gott viðmið er að þeir sem geta  hlaupið 6-8 km án þess að ganga komi á æfingar hjá ÍR skokk, en ef viðkomandi hleypur minna eða jafnvel ekkert þá er upplagt að skrá sig á byrjandanámskeiðin.

Æfingartímar
Æfingar eru mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 frá ÍR-heimilinu. Á laugardögum er hlaupið frá Breiðholtslauginni kl. 9:00.

Þjálfarar eru Valur Þór Kristjánsson og Sigrún Edwald.

Heimasíða ÍR skokks: http://ir.is/frjalsar/aefingahopar/

ÍR skokk fésbók http://www.facebook.com/groups/irskokk/

Umfjöllun hlaup.is um ÍR Skokk

Viðtal hlaup.is við Birgi Sigurðsson úr ÍR Skokk

Upplýsingar frá 23.9. 2020.