Hlaupahópur Fjölnis

Reykjavík

Reykjavík - Skokkhópur Fjölnis Grafarvogi

Æfingar eru þrisvar í viku hjá Skokkhópi Fjölnis

Mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 frá anddyri Egilshallar.

Æfingarnar á fimmtudögum kl 17:30 hafa breytilega staðsetningu á sumrin en Laugardalshöll á veturna.

Svo er langt hlaup á laugardögum kl 9:30 frá Tækjunum við Gullinbrú.

FB síða hópsins heitir „Skokkhópur Fjölnis“:

https://www.facebook.com/groups/358647587503057

KJÖRORÐ: "HRESS OG KÁT Á HREYFINGU"

Þjálfari: Jón Oddur 
Netfang: jonoddur@jonoddur.is

  • Hópurinn hefur verið starfræktur óslitið frá því í september 1992.
  • Byrjað er á upphitun og hlaupið síðan eftir áhuga og getu um Grafarvoginn, Elliðaárdalinn og jafnvel víðar, en við erum mjög vel sett með góðar og fjölbreyttar hlaupaleiðir á göngustígum. Eftir 30 - 50 mín (fer eftir veðri og árstíma) hittist hópurinn aftur við Foldaskóla þar sem farið er inn og gerðar teygjur, styrkjandi æfingar og endað á stuttri slökun.
  • Hópurinn samanstendur af fólki á mismunandi getustigi, svo það ætti að vera auðvelt að koma inn í og finna hlaupafélaga á sínu tempói.
  • Byrjendur eru alltaf velkomnir og fá þá áætlun til að fara eftir sem byggist á því að ganga og skokka til skiptis.
  • Þeir sem eru komnir með góðan grunn taka sig saman um helgar, yfirleitt á laugardögum og hlaupa þá lengra og rólegra hlaup.
  • Bent er á að á Facebooksíðu hópsins er sett inn áætlun vikunnar þar sem gefin er upp hvaða leið er farin og áherslur þeirrar viku.

Hópurinn er hluti af Frjásíþróttadeild Fjölnis og saman er staðið fyrir almenningshlaupi í maí, Fjölnishlaupinu, sem er hluti af Powerade sumarhlauparöðinni.

Félagslífið er blómlegt og dagskráin er brotin upp nokkrum sinnum á ári með ýmsum uppákomum, stórum og smáum.

Það eru allir hjartanlega velkomnir að stunda skokk sem líkamsrækt með okkur því:

"Musteri sálar manni er skylt
að miðla hvers kyns þokka.
Ef hugfrjór hraustur verða vilt
víst þú átt að skokka."

Upplýsingar frá 4.5.2023