Skokkhópur Hauka

Hafnarfjörður

Almenningsdeild Hauka í Hafnarfirði hefur haldið úti skokkhóp frá því í september 2007.

Skokkhópur Hauka er hlaupahópur sem hittist þrisvar í viku og hleypur saman. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00 frá Haukahúsinu að Ásvöllum.

Hópurinn heldur nýliðanámskeið á vorin og stendur fyrir Hvítasunnuhlaupinu þar sem hlaupið er um nágreni Hvaleyrarvatns í Hafnarfirði. Þá fer hópurinn saman í hin ýmsu hlaup, meðal annars Laugavegshlaupið og í hlaup erlendis. Aðalþjálfari er Hreiðar Júlíusson.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á haukarskokk@gmail.com.