Skokkhópurinn Hlaupið í skarðið

Norðfjörður

Hlaupahópurinn á Norðfirði hleypur á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 og á laugardögum kl. 10:30.

Mjög margir stunda hlaup á Norðfirði og hefur mæting verið mjög góð. Hlaupahópurinn vill hvetja félaga og aðra sem stunda hlaup og göngur nú í skammdeginu að muna eftir endurskinsmerkjum og fylgja eins og kostur er upplýstum gangstéttum, eins að hlaupa á réttum kanti þar sem ekki eru gangstéttir.

Þá vill hópurinn hvetja alla sem áhuga hafa á að mæta á þessum tímum og vera með í skemmtilegum félagsskap.

Upplýsingar frá 13.11.2009