Snælandsskokkhópurinn

Kópavogur

Snælandsskokkhópurinn hefur skokkað á laugardögum frá því í september árið 2000. Hópurinn hittist kl. 10:00 við íþróttahús Snælandsskóla sem stendur við Víðigrund í Kópavogi.

Hópurinn skokkar/gengur um Fossvogsdalinn í 30 til 40 mínútur, eftir það er farið inn í íþróttahúsið og gerðar æfingar og teygjur í ca. 20 mín. Eftir æfingarnar er afskaplega notalegt að hittast í heita pottinum í Sundlaug Kópavogs. Um leið og hópurinn nýtur hollrar hreyfingar og útivistar í hvaða veðri sem er (sem er reyndar alltaf gott í Fossvogsdalnum) þá er einnig lögð áhersla á að "maður er manns gaman". Félagsskapur þessi er óformlegur og ekkert þátttökugjald. Vel er tekið á móti nýliðum og eru allir velkomnir að hlaupa með !!

Tengiliðir:
Ásdís Ólafsdóttir - Netfang: asdisol@simnet.is - Sími 699-5389
Kristrún Hjaltadóttir - Netfang: khjalta@ismennt.is eða kristrunh@kopavogur.is - Sími 864-2934

Umfjöllun hlaup.is  um Snælandshópinn

Viðtal hlaup.is við Bjarna Guðjónsson úr Snælandshópnum

Upplýsingar frá 27.nóvember 2014