UFA Eyrarskokk er félagsskapur jafnt áhuga- sem afrekshlaupara á Akureyri.

Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.15 og á laugardögum kl. 9.00 á sumrin en 9.30 á veturna. Hlaupið er frá mismunandi stöðum, ýmist innanbæjar á Akureyri eða á stígum í bæjarlandinu s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum. Boðið  er upp á þrískipt æfingaprógram allan ársins hring til að mæta mismunandi markmiðum einstaklinga innan hópsins og lögð áhersla á fjölbreytni í æfingum; sprettir, lengri hraðaæfingar, róleg hlaup, stígahlaup og utanvegaæfingar.

UFA Eyrarskokk stendur fyrir fjölmörgum hlaupaviðburðum á Akureyri má þar nefna, Akureyrarhlaup, Vetrarhlaupaseríu og fjallahlaupið Súlur Vertical.

Vefsíða: http://www.ufa.is/is/langhlaupa-og-thrithrautardeild/ufa-eyrarskokk

Facebook, kynningarsíða: https://www.facebook.com/UFA-Eyrarskokk-1602295536721048/

Netfang: ufaeyrarskokk@gmail.com

Aðalþjálfari hópsins er Rannveig Oddsdóttir.

Uppfært 23.9.20.