UltraSkokk

Grafarholti, Reykjavík

UltraSkokk er hlaupahópur UltraForm sem staðsett er á Kirkjustétt 2-6 í Grafarholtinu.

Æfingar eru á þriðjudögum og föstudögum kl. 17-18:00. Á þessum æfingum er lögð áhersla á hraða og úthald þar sem hver vinnur á sínum hraða í aðalþættinum. Við tæklum rólega upphitun og niðurskokk alltaf saman. Á virkum dögum byrja og enda æfingar í UltraForm.

Lengri æfingar eru teknar um helgar (laugardag eða sunnudagsmorgun) og er það yfirleitt utanvegahlaup. Þar getur fólk valið um hversu langt það hleypur. Fókus í helgaræfingum miðast oft út frá komandi áskorunum. Staðsetningin á helgaræfingunum er mismunandi.

Allar nánari upplýsingar hjá Sigurjóni Erni á netfanginu: ultraform@ultraform.is