Æfingar hjá Valur skokk eru sem hér segir:
- Þriðjudaga kl. 17:30, frá Hlíðarenda (hittumst í anddyrinu)
- Fimmtudagar kl. 17:30, frá Hlíðarenda (hittumst í anddyrinu)
- Laugardagur kl. 9:00, frá Hlíðarenda, nema annað sé ákveðið
Yfir vetrarmánuðina þá bætist við æfing í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldum.
Við erum hlaupahópur í alfaraleið með náttúruna í bakgarðinum hjá okkur sem við nýtum vel ásamt því að hlaupa á malbiki.
Þjálfari Vals skokks er Rúna Rut Ragnarsdóttir sem hefur mikla reynslu af bæði götu- og utanvegahlaupum og fléttar því saman æfingarnar á mismunandi undirlagi. Eins leggur Rúna Rut áherslu á léttar styrktaræfingar samhliða hlaupunum og léttar teygjur.
Við tökum ávallt vel á móti nýjum andlitum og hægt að komast í samband við okkur gegnum facebook hóp Vals skokks: https://www.facebook.com/Valurskokk
Meðlimir fá aðgang að sérstökum lokuðum hóp þar sem að þjálfari leggur fram vikuplan, viku fyrir viku út frá markmiðum hópsins hverju sinni.
Það eru allir velkomnir að koma og máta hópinn, hlökkum til að sjá ykkur.
F.H hópsins
Rúna Rut
e-mail: runarut@gmail.com
Sími: 8436869
Umfjöllun hlaup.is um Val Skokk
Viðtal hlaup.is við Geir Jóhannsson úr Val Skokk
Uppfært 8. september 2020