Stefán Gíslason

Stefán Gíslason

Hlaup.is er alltaf að leita leiða til að fræða og skemmta lesendum með hlaupatengdu efni. Með það að markmiði höfum við fengið Stefán Gíslason, fjallvegahlaupara og hlaupafrömuð með meiru, til að deila þekkingu sinni og frásagnarhæfni í formi mánaðarlegra pistla. Auk þess að vera frambærilegur hlaupari er Stefán hafsjór af fróðleik um hinar ýmsu hliðar hlaupaíþróttarinnar. Efnistök Stefáns eru fjölbreytt, allt frá hlaupameiðslum, hlaupaþjálfun og næringu yfir í sögulegan fróðleik. Hlaup.is hvetur lesendur til taka pistlum Stefáns opnum örmum enda hefur hann sýnt og sannað á bloggsíðu sinni hversu auðvelt hann á með að koma fróðleik, frásögnum og húmor í skemmtilegan búning.

Stefán hefur stundað hlaup í rúm 50 ár, en fyrsta keppnishlaupið þreytti hann á æskuslóðunum norður á Ströndum 19. ágúst 1972. Eftir stuttan keppnisferil í brautarhlaupum færði hann sig mjög hægt og bítandi yfir í götuhlaupin. Þetta ágerðist mjög eftir fimmtugsafmælið árið 2007. Hann hefur nú lokið 20 maraþonhlaupum og hlaupið Laugaveginn fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan hefur hann staðið fyrir ýmsum skemmtihlaupum, auk fjallvegahlaupaverkefnisins sem hefur verið í gangi síðan 2007 og m.a. gefið af sér bókina Fjallvegahlaup, sem Bókaútgáfan Salka gaf út vorið 2017. Þá er hann einn þriggja leiðtoga hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi.

Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur að mennt og hefur um 20 ára skeið rekið eigin ráðgjafarfyrirtæki á því sviði, Environice. Hann er búsettur í Borgarnesi, hefur verið í hjónabandi í nokkra áratugi og á þrjú uppkomin börn

Pistlar14.03.2024

Pör á hlaupum

Annað veifið lendi ég á tali við fólk sem er að velta fyrir sér kostum þess og göllum að hjón (eða bara sambýlisfólk almennt) séu bæði hlauparar. Ég er nokkuð viss um að þetta er ein þeirra spurninga sem á sér ekkert eit

Lesa meira
Pistlar19.04.2023

Óvenjuspennandi Lundúnamaraþon framundan

London maraþonið verður hlaupið í 43. sinn nk. sunnudag 23. apríl. Listi yfir skráða þátttakendur í London hefur oft gefið tilefni til eftirvæntingar, en þó sjaldan eins og núna. Sérstaklega hlýtur maraþon áhugafólk að b

Lesa meira
Pistlar02.12.2022

Hver verður drottningin? (eða: Hvernig stillir maður sjónvarpið á sunnudaginn?)

Líklega eru flestir sammála um að Eliud Kipchoge sé maraþonkóngur samtímans, en hjá konunum er ekki eins augljóst hver trónir á toppnum. Nafnið Brigid Kosgei kemur líklega fyrst upp í hugann en síðustu tvö ár hafa svo ma

Lesa meira
Pistlar22.09.2022

Hver var Emil Zátopek?

Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu tékkneska hlauparans Emil Zátopek, en hann var án nokkurs vafa einn af öflugustu og eftirminnilegustu hlaupurum 20. aldarinnar. Þekktastur er hann líklega fyrir að hafa unnið þrenn gull

Lesa meira
Pistlar19.08.2022

Magavandamál á hlaupum - Hvað er til ráða?

Margir hlauparar hafa lent í vandræðum í keppnishlaupum vegna aðkallandi vanda í meltingarfærum, sem lýsir sér oft bæði í verkjum og því að innihald meltingarfæranna leitast við að komast út úr líkamanum sem allra fyrst

Lesa meira
Pistlar24.01.2022

Hvað má hlaupa mörg maraþon á einu ári ?

Í hlaupaheiminum, rétt eins og í öðrum heimum, eru á hverjum tíma uppi ýmsar „viðteknar skoðanir“ eða grunnreglur, sem eiga það sameiginlegt að manni refsast fyrir að brjóta þær. Eða svo er manni alla vega sagt. En þessu

Lesa meira
Pistlar05.01.2022

Hlaupaárið mitt 2021 - Horft um öxl og fram á við

Á áramótum gefst tækifæri til að rifja upp helstu hlaupaviðburði nýliðins árs og setja sér ný markmið fyrir það sem framundan er. Þetta tækifæri hef ég nýtt mér reglulega síðustu 15 áramót eða þar um bil – og geri enga u

Lesa meira
Búnaður,Heilsa,Compression12.09.2021

Gera compression hlífar gagn?

Margir hlauparar sem ég þekki nota þrýstiklæðnað (e. compression garments) af einhverju tagi bæði á æfingum og í keppni, sérstaklega á neðri hluta líkamans (sokkar, kálfahlífar eða buxur). Sjálfur hef ég aldrei notað fat

Lesa meira
Pistlar11.08.2021

Laugavegurinn gerður upp

Ég hljóp Laugaveginn í 6. sinn laugardaginn 17. júlí sl. Aðalmarkmiðið mitt að vera í allra mesta lagi 6:10 klst í mark, en það markmið náðist ekki. Lokatíminn varð 6:16:10 klst. Stundum gengur nefnilega ekki allt eins o

Lesa meira