Í eftirfarandi töflu má sjá samanburð á árangri karla og kvenna á árunum 2007-2009. Afrek karlanna eru ótrúlega svipuð árin 2008 og 2009 sé litið á fjölda hlaupara undir 3 klst. og meðaltíma. Nokkur framför er frá árinu 2007 en þó lakara en árið 2006 en þá fóru 18 karlar undir 3 klst. Árið 2009 var nokkru lakara en árið á undan hjá konunum en þó má sjá að breiddin er að aukast jafnt og þétt. Af þessari töflu má sjá að til þess að vera meðal 25 bestu á árinu 2010 er líklegt að karlarnir þurfi að hlaupa undir 3:08 og konurnar undir 3:40.
Samanburður á ársbesta í maraþonhlaupi
KARLAR | 2009 | 2008 | 2007 |
Fjöldi undir 3:00 | 14 | 14 | 9 |
10. besti tími | 02:55:58 | 02:57:03 | 03:00:10 |
25. besti tími | 03:09:25 | 03:09:18 | 03:11:44 |
Meðaltal 25 bestu | 02:57:40 | 02:57:55 | 03:00:22 |
KONUR | 2009 | 2008 | 2007 |
Fjöldi undir 3:30 | 7 | 14 | 6 |
10. besti tími | 03:31:17 | 03:26:58 | 03:36:35 |
25. besti tími | 03:43:37 | 03:45:28 | 03:49:56 |
Meðaltal 25 bestu | 03:32:07 | 03:29:17 | 03:37:28 |