Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður Pétur Sigmundsson er einn af okkar bestu langhlaupurum. Hann á Íslandsmetið í maraþoni og hefur unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla og unnið önnur afrek á hlaupasviðinu. Sigurður hefur skrifað nokkuð af pistlum og hugleiðingum á hlaup.is.

Sigurður hefur þjálfað hlaupara og skokkhópa til margra ára og þú getur pantað æfingaáætlun hjá Sigurði. Hann sendir þér áætlun til eins til þriggja mánaða og er í sambandi við þig til að fylgjast með framvindu. Hafðu samband við siggip@hlaup.is ef þú vilt fá áætlun.

Sigurður Pétur Sigmundsson hagfræðingur æfði jöfnum höndum fótbolta, handbolta og fjálsar íþróttir til 16 ára aldurs. Sneri sér þá alfarið að æfingum og keppni í lengri hlaupum. Var við nám í Edinborg 1978-1982 og keppti þá með háskólaliðinu svo og með Edinburg Athletic Club í skosku og bresku deildarkeppninni. Varð árið 1982 breskur háskólameistari í 10.000 m hlaupi. Var í landsliði Íslands 1975-1986. Keppnisgreinar voru 3.000 m hindrunarhlaup, 5.000 m og 10.000 m hlaup. Vann til fjölda Íslandsmeistaratitla í lengri hlaupum á þeim árum. Hefur oftast Íslendinga tekið þátt í heimsmeistaramóti í víðavangshlaupi eða í fjögur skipti.

Besti árangur:

  • 800 m 1:59,7 (1979)
  • 1500 m 3:58,47 (1982)
  • 3.000 m 8:37,73 (1979)
  • 5.000 m 14:38,83 (1981)
  • 10.000 m. 30:50,3 (1985)
  • 3.000 m. hindrun 9:15,78 (1979)
  • Hálfmaraþon 1:07:09 (1986)
  • Maraþon 2:19:46 (1985)

Byrjaði snemma að ráðleggja hlaupafélögum um æfingar og útbúa æfingaáætlanir. Sá m.a. um æfingaáætlanir fyrir Reykjavíkurmaraþon í Morgunblaðinu og DV á árunum 1985-1992. Hefur séð um þjálfun nokkurra skokkhópa og fjölda einstaklinga s.l. áratug. Gaf út handbókina Skokkarann 1992 ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni. Gaf út og ritstýrði tímaritinu Hlauparanum 1994-1999. Hefur jafnframt haldið utan um afrekaskrá í götuhlaupum og gefið hana út. Var í aðalstjórn FRÍ frá 2002-2005.

Fréttir12.03.2024

Tímamót í 5.000 m hlaupi

Á Bónusmóti FH fyrir börn og unglinga sem fram fór 9.mars var keppt í nokkrum aukagreinum fullorðinna. Skráningar í 5.000 m hlaupi karla voru 17 þannig að það þurfti að skipta hlaupinu upp í tvo riðla. Það hefur aldrei g

Lesa meira
Pistlar26.04.2023

Kenía för – Toby Tanser og Shoes4Africa - Pistill 6

Margir hlauparar á miðjum aldri muna eftir að hafa æft og keppt við Toby Tanser á árunum 1990-1993 þegar hann bjó á Íslandi. Ég er einn þeirra og kynntist honum vel. Hitti hann síðast árið 2008 á uppboði sem fram fór á H

Lesa meira
Pistlar18.04.2023

Kenía för - Megrun og matur - Pistill 5

Stefán Hallgrímsson, gamli tugþrautarkappi, kíkir oft við í frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika. Hann getur verið stríðinn og síðasta haust hafði hann oft á orði að ég væri orðinn of þungur. Ég hlustaði ekki mikið á þetta en

Lesa meira
Pistlar16.04.2023

Kenía för - Safari ferð í þjóðgarð - Pistill 4

Nýbúin í rólegu 8 km morgunskokki, sunnudaginn 16.apríl. Í síðdeginu er brautaræfing á dagskrá, tvö sett af 5x400 m með 2:00 mín hv á milli og 6 mín á milli setta. Í gær var fyrsti hvíldardagurinn í ferðinni enda seinni

Lesa meira
Pistlar11.04.2023

Kenía för - Fyrstu brautaræfingar - Pistill 3

Í morgun, þriðjudaginn 11. apríl, vorum við mætt út á götu kl. 06:15 í veg fyrir Arnar og Vigni Má sem pikkuðu okkur upp. Ferðinni heitið á Kipchoge Keino Stadium í Eldoret. Komum þangað um kl. sjö og þá var þegar hópur

Lesa meira
Pistlar08.04.2023

Kenía för - Fyrsti æfingadagur - Pistill 2

Tókum fyrstu æfinguna í Kenía í gær, föstudaginn langa. Unga fólkið skokkaði létt 6-7 km og ég fór aðeins skemmra og reyndi að blanda saman hraðgöngu og rólegu skokki. Þreyta var í mannskapnum eftir langt ferðalag að hei

Lesa meira
Pistlar07.04.2023

Á leiðinni til Kenía, Mekka langhlauparanna - Pistill 1

Þegar þessar línur eru skrifaðar erum við FH-hópurinn, sex samtals (Valur Elli Valsson, Elís Sóley Sigurbjörnsdóttir, Íris Dóra Snorradóttir, Hulda Fanný Pálsdóttir og Nick Gísli Janssen), staddur á flugvellinum í Frankf

Lesa meira
Pistlar27.07.2021

Spennandi tímar í langhlaupum karla

Hlynur Andrésson og Baldvin Þór Magnússon Á síðustu níu mánuðum hafa þeir Hlynur Andrésson (1993) og Baldvin Þór Magnússon (1999) sett ný viðmið í íslenskum langhlaupum með frábærum árangri sínum. Hafa skipst á að setja

Lesa meira
Fróðleiksmolar fyrir hlaupahaldara15.03.2020

Framkvæmd almenningshlaupa

Meðfylgjandi samantekt er leiðbeinandi fyrir þá aðila sem standa fyrir almenningshlaupum eða hafa hug á því. Ágætt er að hugsa framkvæmd hlaupa í stigum. Byrja á því að skilgreina markmið eða tilgang og vinna  síðan skip

Lesa meira