Sigurjón og Þórdís með pistla um HM í utanvegahlaupum

birt 18. maí 2018

Átta Íslendingar stóðu sig glæsilega í í TWC hluta HM í utanvegahlaupum sem fram fór í Penyagolosa þjóðgarðinum á Spáni um síðustu helgi. TWC hlutinn var 85 km með 5000m hækkun. Nánar má lesa um þátttöku Íslendinganna í frétt hlaup.is.

Tveir íslensku hlauparanna, Sigurjón Ernir Sturluson og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, skrifuðu skemmtilega pistla með frábærum myndum á Fésbókarsíður sínar. Færslur Sigurjóns og Þórdísar má sjá hér að neðan.