Bakgarður 101 hlaupið fór fram í Öskjuhlíðinni laugardaginn 4. maí.
Það var Mari Järsk sem stóð upp sem sigurvegari í Bakgarðs101 hlaupinu 2024, þar sem hún hljóp 380 km á 57 klst. sem er Íslandsmet og 7. besti árangur konu frá upphafi í þessari tegund af hlaupi. Um stórbætingu er að ræða frá fyrri hlaupum. Það var Elísa Kristinsdóttir sem lenti í öðru sæti með 56 skráða hringi, en náði ekki tímamörkum á 57 hring.
Hlaup.is tók vídeó þegar hlauparar voru á fyrsta hring og búnir með 5-6 km. Sjá líka myndir frá hlaupinu á hlaup.is.