Brúarhlaupið var haldið á Selfossi 10. ágúst síðastliðinn. Boðið er upp á 3 km, 5 km og 10 km hlaup ásamt 5 km hjólreiðum. Hlaupið er hluti af bæjarhátíðinni sem fram fer sömu helgi.
Hlaup.is var á staðnum og tók vídeó af 5 km og 10 km hlaupurum eftir 2 km sem má sjá hér fyrir neðan. Við tókum einnig myndir af hlaupurunum á sömu stöðum sem eru birtar á hlaup.is. Vissir þú að með því að skrá þig inn á Mínar síður hlaup.is með rafrænum skilríkjum, þá getur þú merkt allar myndir af þér og safnað á prófílinn þinn? Þú getur einnig styrkt hlaup.is með því að kaupa mynd.
Úrslitin eru líka á hlaup.is og ef þú tókst þátt þá getur þú gefið hlaupinu einkunn með því að skrá þig inn á Mínar síður hlaup.is og samþykkja tímann í hlaupinu.
5 km hlauparar eftir 2 km
10 km hlauparar eftir 2 km