Fjölnishlaup OLÍS var haldið á Uppstigningardag þann 9. maí. Boðið var upp á þrjár vegalengdir 1,4 km skemmtiskokk, 5 km og 10 km hlaup. Ágæt þátttaka var í hlaupinu sem fór fram í góðu veðri og við fínar aðstæður..
Hlaup.is var á staðnum og tók vídeó af hlaupurum eftir 2 km, sjá hér fyrir neðan. Einnig tók hlaup.is myndir af hlaupurum. Sjáðu líka úrslitin á hlaup.is og gefðu hlaupinu einkunn.