Hlaup.is ræddi við fulltrúa þeirra hlaupa sem urðu fyrir valinu sem Götuhlaup ársins og Utanvegahlaup ársins 2021 um þessi hlaup. Fyrst sagði Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir okkur frá Akureyrarhlaupinu og Súlum Vertical og svo sagði Ragna Björg Kristjánsdóttir ÍBR okkur frá Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaupinu. Einnig birtum við eldra viðtal við Dag Egonsson og Pétur Helgason sem halda Powerade vetrarhlaupin.
Niðurstaða í einkunnagjöfinni fyrir þrjú efstu hlaupin í götuhlaupaflokki og utanvegaflokki eru hér fyrir neðan:
Götuhlaup
Röð | Nafn | Einkunn |
1 | Akureyrarhlaupið | 4,44 |
2 | Miðnæturhlaup Suzuki | 4,34 |
3 | Powerade Vetrarhlaupin | 4,27 |
Utanvegahlaup
Röð | Nafn | Einkunn |
1 | Laugavegshlaupið | 4,76 |
2 | Súlur Vertical | 4,71 |
3 | Mt. Esja Ultra | 4,67 |
Ragna Björg Kristjánsdóttir frá ÍBR fulltrúi Laugavegshlaupsins og Miðnæturhlaupsins.
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir sem fulltrúi Akureyrarhlaupsins og Súlur Vertical.
Dagur Egonsson og Pétur Helgason í viðtali við hlaup.is í sumar eftir síðasta Powerade vetrarhlaupið síðasta vetur.