Hvítasunnuhlaup Hauka og Brooks fór fram við mjög góðar aðstæður laugardaginn 18. maí. Að venju var hlaupið frá Haukahúsinu á Völlunum og inn á Uppland Hafnarfjarðar þar sem margar skemmtilegar hlaupaleiðir liggja. Hátt í 500 hlauparar hlupu 14 km, 17,5 km eða 22 km leið.
Hlaup.is var á staðnum og tók vídeó af hlaupurum rétt þegar þeir voru lagðir af stað, eða eftir 1 km og síðan aftur eftir 5 km upp við Hvaleyrarvatn. Vídeóin má sjá hér fyrir neðan. Við tókum einnig myndir af hlaupurunum á sömu stöðum sem eru birtar á hlaup.is. Vissir þú að með því að skrá þig inn á Mínar síður hlaup.is með rafrænum skilríkjum, þá getur þú merkt allar myndir af þér og safnað á prófílinn þinn?
Úrslitin eru einnig á hlaup.is.
Hlauparar eftir 1 km
Hlauparar eftir 5 km - Hópur 1
Hlauparar eftir 5 km - Hópur 2
Hlauparar eftir 5 km - Hópur 3