Langhlauparar ársins 2022 - Viðtöl við hlaupara

uppfært 13. febrúar 2023

Hlaup.is tók viðtöl við sigurvegarana í kosningu um Langhlaupara ársins 2022 og nokkra aðra hlaupara. Viðtölin eru hér fyrir neðan og þar segja hlaupararnir frá líðandi ári og hvað er framundan.

  • Hvernig upplifði Andrea síðasta ár og hvað ætlar hún að gera á þessu ári? Meira af utanvegahlaupum eða reyna við gott maraþonhlaup eða kannski brautin?
  • Ætlar Arnar að taka aftur þátt í Laugavegshlaupinu og reyna við brautarmet, eða er hann að fókusera á götuna og næsta maraþon?
  • Er Þorleifur búinn að fá nóg af Bakgarðshlaupum eða ætlar hann að halda áfram á þeirri braut og hvað með önnur hlaup?
  • Hvert stefnir Íris Anna á þessu ári? Meira af Laugavegshlaupinu eða götuhlaup í forgangi þetta árið?
  • Og hvernig ætlar Íris Dóra að leggja þetta ár upp? Blanda eða fókus á eina tegund af hlaupum?

Hlustið á viðtölin hér fyrir neðan og fáið svör við ofangreindum spurningum.

Sjáið líka niðurstöður úr kosningunni hér á hlaup.is.

Andrea Kolbeinsdóttir - Langhlaupari ársins 2022 og í annað skiptið

Arnar Pétursson - Langhlaupari ársins 2022 og í þriðja skiptið

Þorleifur Þorleifsson - 2. sæti karla

Íris Anna Skúladóttir - 3. sæti kvenna

Íris Dóra Snorradóttir - Tilnefnd til langhlaupara ársins

Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Sportís, Íslandsbanka og Icelandair.

Logo Stuðningsaðila B