Laugavegur Ultra 2024 - Viðtöl við hlaupara fyrir og eftir hlaup

uppfært 19. júlí 2024

Hlaup.is tók viðtöl við nokkra hlaupara fyrir hlaupið í Landmannalaugum og eftir hlaupið í Þórsmörk. Einnig er hægt að skoða myndir hér á hlaup.is og vídeó af hlaupurum í brautinni og marki.

Hlauparar í Landmannalaugum

Ósk Gunnarsdóttir og Marteinn Urbancic
Ósk og Marteinn eru ekki búin stunda hlaup lengi, en hafa tekið þátt í mörgum hlaupum af öllum vegalengdum þrátt fyrir það.

Alexandra Ashikhmina frá Rússlandi (London)
Alexandra var að hlaupa Laugaveginn í annað skiptið, en kom hér fyrir nokkrum árum til að hlaupa í fyrsta skipti. Hún stefnir á að bæta tímann sinn.

Andrea Kolbeinsdóttir
Andrea hljóp helgina áður í 50 km Dyrfjallahlaupi og stefnir ekki endilega á bætingu en vill halda í við fremstu karlana.

Magnús Bjarklind Hlaupahópi Víkings
Magnús er að hlaupa sinn fjórða Laugaveg og er jafnvel að vonast til að bæta sinn besta tíma. Með honum er þó nokkur hópur af hlaupurum úr Hlaupahópi Víkings.

Hálfdán Daðason og Guðný Jónsdóttir
Hálfdán og Guðný eru í Hlaupahópi FH. Ráðleggingar þeirra til annarra hlaupara er að fara ekki of hratt af stað og stoppa ekki of lengi ádrykkjarstöðvunum.

Halldóra Huld Ingvarsdóttir
Halldóra stefnir að bætingu og er að hlaupa sinn annan Laugaveg. Næringarlega gerir hún þær breytingar að nota frekar kolvetnadrykki sem hún blandar sjálf frekar en gel og annað kolvetni í föstu formi.

Hlauparar í Þórsmörk

Þorsteinn Roy Jóhannsson sigurvegari í Laugavegshlaupinu
Þorsteinn sagði að mikill mótvindur hafi verið mestalla leiðina og því var á lakari tíma núna en í fyrra.

Andrea Kolbeinsdóttir sigurvegari í kvennaflokki
Andrea bætti ekki sinn besta tíma, enda nýbúin að keppa í 50 km Dyrfjallahlaupi. Hún var samt sátt við hlaupið en aðstæður hefðu verið mjög krefjandi.

Sigurjón Ernir Sturluson annað sæti í Laugavegshlaupinu
Sigurjón var einn af fáum sem bætti tímann sinn í þessu krefjandi hlaupi og var mjög sáttur við það. Var bara skammt á eftir Þorsteini Roy í Emstrum og taldi það bera vott um að hann væri að styrkja sig sem hlaupari.

Sigurður Konráðsson - Margfaldur Laugavegsfari
Sigurður (Siggi) var að hlaupa sinn áttunda Laugaveg og taldi þetta vera mest krefjandi aðstæður sem hann hefði lent í, í Laugavegshlaupinu.