Viðtal við Hlyn Andrésson að loknu Víðavangshlaupi ÍR

uppfært 20. apríl 2023

Hlynur Andrésson, einn af okkar bestu langhlaupurum tók þátt í Víðavangshlaupi ÍR í dag Sumardaginn fyrsta. Hann sigraði hlaupið á 14:52 og varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi. Hlynur býr á Ítalíu þar sem hann æfir undir leiðsögn ítalsks þjálfara.

Hlynur á Íslandsmetið í maraþonhlaupi og hafði hugsað sér að bæta þann tíma í Sevilla maraþoninu síðastliðinn febrúar, en þurfti því miður að hætta í hlaupinu vegna meiðsla. Við ræddum aðeins um aðdragandann að hlaupinu, meiðslin og hvað væri á dagskránni í sumar og einnig spurðum við Hlyn út í stöðuna og hvort hann stefndi á aðra tilraun við að slá metið. Hlustið á viðtalið við Hlyn hér fyrir neðan.

.