Viðtal við Sigþóru Brynju vegna Akureyrarhlaupsins

uppfært 24. júní 2022

Akureyrarhlaup er rótgróið hlaup í höfuðstað Norðurlands. Hlaupið er um eyrina og inn að flugvellinum á marflatri braut og hafa margir hlauparar náð sínum bestu tímum í hlaupinu. UFA leggur metnað sinn í að framkvæmd hlaupsins sé samkvæmt reglum FRÍ um framkvæmd almenningshlaupa svo árangur fáist skráður í afrekaskrá.

Hlaup.is tók viðtal við Sigþóru Brynju Kristjánsdóttir og bað hana að segja okkur aðeins frá Akureyrarhlaupinu. Nánari upplýsingar um hlaupið eru hér neðar í greininni og skráning fer fram á hlaup.is og er opin til kl 24:00 miðvikudaginn 29. júní. Einnig er hægt að skrá sig í World Class við Strandgötu milli kl. 17:00 og 18:00 á hlaupadag en þá hækka öll verð um 1.000 kr.

Boðið er upp á þrjár vegalengdir 5 km, 10 km og hálfmaraþon og er keppni í hálfmaraþoni jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni. Þáttökugjöld eru 2.500 kr fyrir 5 km hlaup, 3.500 kr fyrir 10 km hlaup og 6.000 kr. fyrir hálfmaraþon.

Keppni í hálfu maraþoni hefst kl. 19:00 hjá þeim sem gera ráð fyrir að vera lengur en 1:50:00 að hlaupa vegalengdina en hraðari hlauparar fara af stað kl. 19:30. Keppni í 5 km og 10 km hefst kl. 20:05.

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum vegalengdum og verðlaunapeningar fyrir aldursflokka. Auk þess mun T- plús veita peningaverðlaun að upphæð kr. 50.000 fyrir ný brautarmet í öllum vegalengdum. Einnig verður dregin út fjöldi útdráttarverðlauna.

Lagt verður upp úr því að hafa góða stemningu í brautinni með góðri tónlist, ásamt því að keppendur fá grillaðar pylsur eftir hlaup.

Nánari upplýsingar og skráning fer á hlaup.is.