Hlaup.is tók nokkur viðtöl við hlaupara fyrir og eftir hlaupið. Við hittum á tvo hlaupara, þá Arnar Rúnarsson og Sindra Pétursson sem báðir búa í Svíþjóð og eru að undirbúa sig fyrir fjallahlaup í umhverfi sem er ekki með mikið af brekkum eða fjöllum og svo hittum við Kolbrúnu Ósk Jónsdóttir sem er búin að hlaupa í 10 ár hin ýmsu utanvegahlaup. Eftir hlaupið tókum við púlsinn á Benoit Branger sem kláraði 55 km hlaupið og svo Nick Gísla Janssen sem tók þátt í 28 km hlaupinu.
Við biðjumst velvirðingar á hljóðinu, en svo virðist sem annar míkrófónninn hafi verið að stríða okkur.
Viðtal við Arnar Rúnarsson fyrir 55 km hlaupið
Viðtal við Kolbrúnu Ósk Jónsdóttir fyrir 55 km hlaupið
Viðtal við Sindra Pétursson fyrir 55 km hlaupið
Viðtal við Benoit Branger eftir 55 km hlaupið
Viðtal við Nick Gísla Janssen eftir 28 km hlaupið