Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa var haldið laugardaginn 18. september í Heiðmörk. Keppni í bakgarðshlaupi flest í því að hlaupa fyrirfram skilgreindan hring, 6,7 km langan, eins oft og maður getur. Til að klára hringinn hefur maður eina klukkustund og ef maður er styttra en eina klukkustund, þá er hvílt þar til ræst er í nýjan hring. Sá sigrar sem fer síðasta hringinn einn.
Í Bakgarðshlaupinu 2021 sigraði Mari Jarsk að þessu sinni, en hún var sú eina sem náði að klára 25 hringi innan tímamarka og skilaði það henni 167,5 km á 24:50:50 klst. Hún hljóp því í rétt rúman sólarhring. Í öðru sæti með 24 hringi var Birgir Sævarsson en hann kláraði þá á 23:55:21 klst. Í hlaupinu hlupu 64 hlauparar 10 hringi eða meira eða 67 km eða meira.
Hlaup.is var á staðnum og tókum myndir á hring tvö sem hægt er að sjá hér á hlaup.is en einnig tókum við viðtöl við hlauparana þegar þeir voru búnir að klára tvo hringi og biðu eftir ræsingu á þeim þriðja. Við viljum vekja sérstaka athygli á Tindi Elí Birkissyni sem er 12 ára fótboltastrákur úr Fylki og kláraði 4 hringi. Framtíðarhlaupari þar á ferð. Við tókum einnig viðtal við Rúnu Rut Ragnarsdóttur sem þjálfar Skokkhóp Vals og er á leiðinni í Ironman um aðra helgi og svo spjölluðum við líka við Guðmund Gísla Garðarsson.
Viðtal við Rúnu Rut Ragnarsdóttir.
Viðtal við Guðmund Garðar Gíslason
Viðtal við Tind Elí Birkisson
Hlauparar í brautinni eftir 1 km og 4 km á hring 2