Viðtöl við hlaupara eftir Reykjavíkurmaraþon og vídeó úr brautinni

uppfært 23. ágúst 2022

Hlaup.is tók nokkur viðtöl við fremstu hlauparana í maraþoni og heyrði þeirra upplifun af hlaupinu ásamt ýmislegt annað.

Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttir

Við fengum að heyra hvað Andrea gerði í aðdraganda hlaupsins og hvernig hún upplifði hlaupið og hvað hennar næsta hlaup verður. Það virðist ekkert bíta á þessa ungu hlaupadrottningu sem sýnir framfarir í hverju hlaupi.

Viðtal við Arnar Pétursson

Arnar sigraði maraþonið eftir harða keppni og fannst þetta vera með lengstu maraþonhlaupum sem hann hefur hlaupið. Hann lýsti stemningunni og keppninni á lokakílómetrunum.

Viðtal við Verenu Karlsdóttir

Verena kom önnur í mark af íslenskum konum og í þriðja sæti af konum í heildina.

Viðtal við Ívar Adolfsson

Ívar var að hlaupa sitt 93 maraþon og er hvergi nærri hættur. Hann sagði okkur aðeins frá hlaupinu og maraþonunum sem hann hefur klárað. Mikill jaxl hér á ferðinni.

Viðtal við Val Þór Kristjánsson

Valur var sáttur við tímann sinn þrátt fyrir að aðstæður hefðu verið nokkuð erfiðar. Valur hefur hlaupið í fjölda ára, þjálfað hjá ÍR og yfirleitt verið framarlega í þeim hlaupum sem hann hefur tekið þátt í.

Svipmyndir frá hlaupinu

Við tókum nokkur vídeó í miðbænum af hlaupurum koma í mark og sáum m.a. Anrar Pétursson og Andreu Kolbensdóttir koma fagnandi í markið.

21 km og 42 km hlauparar á brautinni eftir 6,5 km

Við létum upptöku rúlla á fyrstu hlaupurum í 21 km og 42 km hlaupinu.

10 km hlauparar á brautinni eftir 7 km

Við létum einnig upptöku rúlla á fyrstu hlaupurum í 10 km hlaupinu.