Um hlaupið

  • Vegalengdir400 m, 2 km, 5 km
  • Dagsetning1. maí 2021

UFA hefur haldið 1. maí hlaupið allt frá fyrstu starfsárum sínum. Hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar.

Að þessu sinni mun 1. maí hlaup UFA mun fara fram með óhefðbundnum hætti dagana 30. apríl til 2. maí. Gert verður "segment" á Strava sem einstaklingar geta spreytt sig á. Útdráttarverðlaun verða í boði fyrir þá sem greiða þátttökugjöld. Allur ágóði fer til styrktar á barna- og unglingastarfi UFA. Nánari upplýsingar síðar.