Um hlaupið

  • Vegalengdir2 km, 5 km
  • Dagsetning1. maí 2021

UFA hefur haldið 1. maí hlaupið allt frá fyrstu starfsárum sínum. Hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar.

Að þessu sinni mun 1. maí hlaup UFA mun fara fram með óhefðbundnum hætti dagana 30. apríl til 2. maí. Gert verður "segment" á Strava sem einstaklingar geta spreytt sig á. Útdráttarverðlaun verða í boði fyrir þá sem greiða þátttökugjöld. Allur ágóði fer til styrktar á barna- og unglingastarfi UFA. Hlaupaleiðirnar eru tvær, tæpir 5 km og tæpir 2 km.

Styrktaraðilar hlaupsins eru: Sportver, Greifinn, MS og Verkalýðsfélögin.

Greiðsluupplýsingar:

  • Reikningsnúmer: 0566-26-007701
  • Kennitala: 520692-2589
  • Upphæð: 1500 krónur
  • Merkið með skýringunni: 1. maí

5 km hlaupið

Sjá kort af hlaupaleiðinni sem segment á Strava fyrir 5 km hlaupið

Hlaupið er ræst syðst á göngustígnum ofan við Hamar (merkt). Hlaupið er norður eftir stígnum niður að Skarðshlíð og yfir götuna á gangbrautinni. Skarðshlíðinni fylgt að Borgarbraut, farið yfir Borgarbrautina og inn á göngustíginn sem liggur ofan Glerár og honum fylgt upp á Hlíðarbraut og síðan niður á Þingvallastræti. Beygt inn á göngustíg á móts við Hrísalund, framhjá háskólanum og gegnum undirgöngin undir Borgarbrautina, yfir Glerá og upp á Höfðahlíð. Þar er farið yfir Höfðahlíðina, smá upp og inn á göngustíginn aftur ofan við Hamar. Hlaupið er fram hjá startinu og stígurinn hlaupinn nánast út á enda til norðurs (merkt þar sem markið er).

2 km hlaupið

Sjá kort af hlaupaleiðinni sem segment á Strava fyrir 2 km hlaupið

Ræst er á stígnum ofan við Hamar við Smárahlíð (merkt). Hlaupið er til suðurs út á Höfðahlíð. Beygt er niður Höfðahlíðina. Vegna framkvæmda við Glerárskóla þarf að fara yfir götuna á gangbraut. Halda áfram niður götuna og fara aftur yfir á gangbraut rétt áður en komið er að Háhlíð. Beygt er upp Háhlíðina og hún hlaupin út í enda og áfram upp á malarstíg. Haldið er áfram malarstíginn þar til komið er að Skarðshlíð. Þar er farið yfir á gangbraut og Skarðshlíðin hlaupin upp að gangbraut rétt ofan við inn keyrsluna að Hamri. Þar er merkt mark.

Sökum þess að 3x þarf að fara yfir götu á þessari leið biðjum við foreldra að fara með börnum sínum eða vera brautarverðir fyrir þau.