Þátttökugjald

 • 5 km1.500 kr
 • 10 km - 18 ára og yngri1.500 kr
 • 10 km - 19 ára og eldri3.000 kr
 • 21,1 km - 18 ára og yngri1.500 kr
 • 21,1 km - 19 ára og eldri5.000 kr
 • 10 km - Boðhlaup1.500 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir5 km, 10 km, Hálft maraþon
 • Dagsetning1. júlí 2021
Sjá úrslit

UFA hélt fyrsta Akureyrarhlaupið í júlí 1992. Hlaupið bar þá heitið Akureyrarmaraþon en árið 2003 var heiti þess breytt í Akureyrarhlaup þar sem það þótti villandi að tala um maraþon þegar lengsta vegalengdin var hálft maraþon. Hlaupið í ár er því það þrítugasta í röðinni og verður haldið fimmtudaginn 1. júlí.

Keppt er í þremur vegalengdum, 5, 10 og 21,1 km. Brautin er flöt og því vænleg til góðra afreka og hafa margir hlauparar náð sínum bestu tímum í 10 km hlaupi og hálfmaraþoni í brautinni á undanförnum árum.

Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna!

Vegalengdir

Boðið er upp á 5 km, 10 km og hálft maraþon.
Einnig er boðið upp á boðhlaupskeppni í 10 km hlaupi. Þá eru fjórir saman í liði og hlaupa 2,5 km hver.

Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um eyrina og fram í Eyjafjörð svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka.

Hér má finna kort af hlaupaleiðunum.

Allar vegalengdir eru löglega mældar og mun framkvæmd hlaupsins taka mið af reglum FRÍ um framkvæmd götuhlaupa svo árangur fæst skráður í afrekaskrá FRÍ.

Boðhlaup

Í 10 km hlaupinu er hægt að skrá fjögurra manna sveit til leiks sem skiptir með sér leiðinni þannig að hver liðsmaður hleypur 2,5 km. Sá sem hleypur fyrsta sprettinn fer af stað með öðrum 10 km hlaupurum kl. 20.05. Aðrir liðsmenn þurfa að koma sér á sinn upphafstað og taka við keflinu þar. Leggirnir fjórir eru eftirfarandi:

 • Frá rásmarki við Hof og út í Sandgerðisbót.
 • Frá Sandgerðisbót og til baka að Hofi (að rás-/endamarki).
 • Frá rás-/endamarki við Hof að snúningspunkti á Drottningarbraut sem er því sem næst beint neðan við Mótorhjólasafnið.
 • Frá snúningpunkti neðan við Mótorhjólasafnið að endamarki við Hof.

Boðhlaupið er skemmtilegt hópefli fyrir fjölskyldur, vinnustaði eða vinahópa og tilvalið að skora á aðra að tefla fram liði. Þannig geta vinnustaðir t.d. teflt fram nokkrum liðum og verið með sína eigin keppni.

Veitt verða verðlaun fyrir þá sveit sem nær besta tíma boðhlaupssveita í hlaupinu.

Þátttökugjald fyrir boðhlaupssveit er kr. 6.000 eða 1.500 kr á mann.

Tímasetningar

Keppni í hálfu maraþoni hefst bæði kll. 19.00 og kl. 19.30 (sjá hér fyrir neðan) en keppni í 5 km og 10 km hlaupi og 10 km boðhlaupi hefst kl. 20.05.

Boðið verður upp á tvo rástíma í hálfmaraþoni. Þeir sem gera ráð fyrir að vera lengur en 1:50:00 að hlaupa fara af stað kl. 19:00 en þeir sem gera ráð fyrir að vera fljótari en 1:50:00 fara af stað 19:30.

Skráning

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Opið er fyrir skráningu til kl. 24:00 miðvikudagskvöldið 30. júní en ekki verður boðið upp á skráningu á staðnum.

 • 5 km hlaup kr. 1.500
 • 10 km hlaup kr. 3.000
 • Hálfmaraþon kr. 5.000
 • Boðhlaup í 10 km 6.000 kr
 • 18 ára og yngri greiða aðeins 1500 kr. í allar vegalengdir

Verðlaun

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum vegalengdum og verðlaunapeningar fyrir aldursflokka.
Auk þess eru veitt peningaverðlaun fyrir ný brautarmet í öllum vegalengdum, kr. 50.000 fyrir brautarmet í hálfu maraþoni, kr. 50.000 fyrir met í 10 km og kr. 50.000 fyrir met í 5 km. Það er T plús sem gefur verðlaunin fyrir brautarmet.

Gildandi brautarmet eru eftirfarandi:

Vegal.Karlar
5 km15:01 Arnar Pétursson 2020
10 km 30:18 Kári Steinn Karlsson 2012
21,1 km1:09:58 Arnar Pétursson 2019

Vegal.Konur
5 km17:55 Andrea Kolbeinsdóttir 2019
10 km 34:57 Guðlaug Edda Hannesdóttir 2020
21,1 km1:20:43 Elín Edda Sigurðardóttir 2019

Rétt er að geta þess að besti tími sem náðst hefur í hálfmaraþonhlaupi kvenna í Akureyrarhlaupi er tími Mörthu Ernstsdóttur 1998 þegar hún hljóp á 1:12:39. Leiðinni hefur verið breytt nokkuð síðan það var og miðast ofangreind met við núverandi hlaupaleið.

Aldursflokkar

Fjórir aldursflokkar eru í 5 og 10 km hlaupi:

 • 15 ára og yngri
 • 16-39 ára
 • 40-49 ára
 • 50 ára og eldri

Þrír aldursflokkar eru í hálfmaraþoni:

 • 15-39 ára
 • 40-49 ára
 • 50 ára og eldri

Tímataka og úrslit

Tímataka.is mun annast tímatöku í hlaupinu. Keppendur fá afhenta flögu sem þeir festa um ökklann og hlaupa með. Engin flaga - enginn tími! Allir keppendur skulu einnig hlaupa með hlaupanúmer sem þeir skulu hafa sýnilegt að framan og fyrir ofan mittishæð allt hlaupið.

Úrslit verða birt á vefnum timataka.is strax að loknu hlaupi og síðar á hlaup.is og í afrekaskrá FRÍ.

Nánari upplýsingar

Um allt sem viðkemur hlaupinu veitir Rannveig Oddsdóttir á netfangið ufaeyrarskokk@gmail.com eða í síma 8647422 og á vef hlaupsins.