America to Europe - Reykjanes Volcano Ultra

Þátttökugjald

 • 10 km4.900 kr
 • 30 km9.900 kr
 • 50 km19.900 kr
 • 100 km24.900 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir10 km, 30 km, 50 km, 100 km
 • Dagsetning4. júlí 2021
Sjá úrslit

America to Europe - Reykjanes Volcano Ultra (Goshlaupið) er spennandi valkostur fyrir utanvegahlaupara, skemmtiskokkara og náttúruunnendur. Skemmtilegur viðburður sem ætlaður er að gera Reykjanesinu og Suðurnesjum hærra undir höfði hjá hlaupurum og náttúruunnendum. Reykjanesið er falinn fjársjóður sem allt of margir útlendingar sem innlendir aka framhjá án þess að átta sig á ótal gimsteinum þarna.

America to Europe Ultra Gunnar 100 Mílur B
Gunnar Viðar Gunnarsson í 100 mílna hlaupinu 2020
Vegalengdir

Vegalengdir 10 km, 30 km, 50 km og 100 km í ár og 160 km (100 mílur) bætt við árið 2022. Í ár verður lagður góður grunnur í nýjar styttri vegalengdirnar.

Flottar og skemmtilegar leiðir, hlaupið á utanvegastígum, fjallvegi, strandir, hraun, bæi Suðurnesja, útsýni, lítil hækkun, sumarbirta allan tímann og hlaupið að gosinu í lengstu vegalengdunum. Draumur margra að fara 100 mílur eða 100 km án þess að óttast myrkur, mikla hækkun eða lækkun. Í 50 km og 100 km er hlaupið milli heimsálfa, því hlaupið er yfir brúna milli Ameríku flekans og Evrópu flekans.

Hægt er að sjá allar hlaupaleiðirnar neðst á þessari síðu.

 • 10 km hlaupaleið (hækkun 116 m) - Skemmtileg hlaupaleið, upp á Þorbjörn, útsýni yfir Bláa lónið og fleira.
 • 30 km hlaupaleið (hækkun 447 m) - Hlaupið að eldgosinu og til baka, útsýni, farið upp á Þorbjörn áður en endað aftur í Grindavík.
 • 50 km hlaupaleið (hækkun 532 m) - Hlaupið að eldgosinu, til baka, meðfram Þorbirni, yfir gjánna milli heimasálfa Ameria-to-Europe, upp á Þorbjörn, útsýni og skemmtilegt.
 • 100 km hlaupaleið (hækkun 820 m) - Frá Grindavík, framhjá eldgosinu, Vigdísavellir, Djúpavatn, framhjá Keili, Vatnsleysuströnd, Vogar, Njarðvík, Keflavík, Hafnir, Prestastígur og línuvegur, hlaupið yfir gjánna milli heimsálfa America-to-Europe, framhjá Bláa lóninu og kringum Þorbjörn, Grindavík.

Tímasetning

Upphaf og endamark allra hlaupanna verður fyrir utan veitingastaðinn Salthúsið í Grindavík.

 • 100 km hlaupið hefst á miðnætti laugardagskvöldið 3. júlí
 • 50 km hlaupið hefst kl. 9.00 á sunnudagsmorgni 4. júlí
 • 30 km hlaupið hefst kl. 10.00 á sunnudagsmorgni 4. júlí
 • 10 km hlaupið hefst kl. 11.00 á sunnudagsmorgni 4. júlí

10 km og 30 km leiðirnar eru tilvalin æfingahlaup fyrir Laugaveginn.

Skráning

Skráning í hlaupið er hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Skráningu lýkur hér á hlaup.is kl. 22:00 föstudaginn 2. júlí.

Einnig hægt að skrá sig og sækja hlaupagögn í Hafnarþorpið (Kolaportið) á laugardag klukkan 13-15 eða Salthúsið Grindavík hálftíma fyrir start á sunnudag í 30 km og 10 km hlaupin.

Vegalengd/Verðtil 31. destil 1. marstil 1. maítil 3. júlí
100 km15.90020.90022.90024.900
50 km10.90015.90017.90019.900
30 km5.9006.9007.9009.900
10 km3.2003.9004.2004.900

Skráðir þátttakendur fá nánari upplýsingar sendar.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Svanur Már hjá 3N: svanur4315@gmail.com