Um hlaupið

 • Vegalengdir10 km
 • Dagsetning2. júlí 2024
Myndasafn úr hlaupinu

Ármannshlaupið 2024 verður ræst fyrir utan Kolaportið þriðjudaginn 2. júlí klukkan 20:00.

Hlaupaleið

Sjá Google kort neðst á þessari síðu.

Leiðin er löglega mæld og hlaupið vottað af FRÍ.

Ræst er á mótum Miðbakka og Austurbakka fyrir utan Kolaportið, Tryggvagötu 19. Við ræsingu er haldið eftir Austurbakka út að Hörputorgi, þar er beygt in Reykjastræti. Þegar komið er að Geirsgötu er haldið í vestur og hlaupið inn á Miðbakka aftur áður en komið er að parísarhjólinu. Áfram er haldið eftir Austurbakka yfir Hörputorg inn á göngustíg meðfram Sæbrautinni. Eftir honum er haldið sem leið liggur að vitanum við Viðeyjarferjuna þar sem snúið er við og hlaupið til baka eftir sömu leið. Þegar yfir Hörputorg er komið er haldið rakleiðis á Austurbakka og í endamark sem er á mótum Austurbakka og Miðbakka.

Skráning

Skráning fer fram á netskraning.is.

Aðstaða

Aðgengi verður fyrir hlaupara og aðra gesti að Kolaportinu, Tryggvagötu 19, hlaupadaginn. Hlauparar eru hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur eða aðra virka ferðamáta. Fyrir þá sem koma akandi er úrval bílakjallara í næsta nágrenni við Kolaportið. Hlauparar geta fengið að geyma fatnað innandyra meðan á hlaupinu stendur auk þess að komast á salerni.

Verðlaun

Keppt er til verðlauna í eftirfarandi aldursflokkum:

 • 14 ára og yngri
 • 15-17 ára
 • 18-39 ára
 • 40-49 ára
 • 50-59 ára
 • 60-69 ára
 • 70-79 ára
 • 80-89 ára
 • 90 ára og eldri

Skipuleggjendur

Framkvæmd hlaupsins er í höndum frjálsíþróttadeildar Ármanns.

Frjálsíþróttadeild Ármanns
kt. 491283-0339 
Engjavegi 7
104 Reykjavík
Símanúmer: +354 863 9980 (Örvar Ólafsson)
orvar@frjalsar.is