Um hlaupið

  • Vegalengdir9,6 km, 20,2 km, 50,7 km
  • Dagsetning7. ágúst 2021
Sjá úrslit

Austur Ultra er náttúruhlaup sem haldið verður í fyrsta sinn 7. ágúst 2021. Boðið verður upp á þrjár vegalengdir, 50 km, 20 km og 10 km. Hlaupið fer fram í Stafafellsfjöllum á Austurlandi.

Stafafell í Lóni er náttúruparadís og vinsælt útivistarsvæði međ Austurstræti sem meginleið um Víðidal, Kollumúla og Eskifell til byggðar. Þetta er í fyrsta sinn sem skipulagt náttúruhlaup fer fram á svæðinu.

Rásmörk hlaupsins eru mismunandi og rútur fara frá Stafafelli að upphafspunktum á mótsdegi, mælt er með að keppendur kaupi rútumiða fyrir 50 og 20 km hlaup. Þó er hægt að komast að upphafspunktum á vel útbúnum bílum.

Austurultra4
Frá hlaupaleiðinni í Austur Ultra
Vegalengdir í boði

Austur Ultra 50

  • Skráningargjald: 19.900 kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 1. júní: 16.900 kr.
  • Rásmark – Markalda
  • Endamark - Stafafell
  • Vegalengd - 50.7 km
  • Hækkun - 1682 m
  • Lækkun - 2540 m
  • Hæsti punktur yfir sjávarmáli - 867 m
  • Lægsti punktur yfir sjávarmáli - 8 m
  • 2 ITRA punktar fást fyrir hlaupið

Kort og GPX skrá af leiðinni

Austur Ultra 20

  • Rásmark - Eskifell
  • Endamark - Stafafell
  • Vegalengd - 20.2 km
  • Hækkun - 697 m
  • Lækkun - 791 m
  • Hæsti punktur yfir sjávarmáli - 267 m
  • Lægsti punktur yfir sjávarmáli - 8 m
  • 1 ITRA punktur fæst fyrir hlaupið

Kort og GPX skrá af leiðinni.

Austur Ultra 10

  • Rásmark - Raftagil
  • Endamark - Stafafell
  • Vegalengd - 9.6 km
  • Hækkun - 179 m
  • Lækkun - 309 m
  • Hæsti punktur yfir sjávarmáli - 146 m
  • Lægsti punktur yfir sjávarmáli - 8 m

Kort og GPX skrá af leiðinni.

Úrelt Austurultrahlaupaleið
Úrelt Austur Ultra Hæðarferill B
Hæðarferill

Rástímar
  • Austur Ultra 50 – 10:00
  • Austur Ultra 20 – 13:00
  • Austur Ultra 10 – 14:00

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin hjá körlum og konum í öllum vegalengdum.

Skráningar

Skráning hefst kl. 12:00 þann 28. apríl á tix.is og lokar þegar hámarksfjölda hefur verið náð.

Innifalið í skráningargjaldi

Innifalið í mótsgjaldi er tímataka, brautargæsla, aðgangur að lækni við endamark, glæsileg þátttökumedalía og matur, drykkir og almenn gleði við endamarkið. Einnig verða veitt vegleg verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti karla og kvenna í hverri vegalengd ásamt útdráttarvinningum sem allir eiga möguleika á að vinna.

Nánari upplýsingar

Vefsíða hlaupsins

Facebook síða hlaupsins.