Um hlaupið

 • Vegalengdir6,7 km
 • Dagsetning18. september 2021
Myndasafn úr hlaupinu

Bakgarður Náttúruhlaupa (Iceland Backyard Ultra) verður haldinn í annað sinn laugardaginn 18. september. Keppnin verður hefðbundið bakgarðshlaup og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (http://backyardultra.com/rules/). Hlaupinn verður 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er mikilvægt að koma sér á ráslínu tímanlega fyrir hvern hring. 

Hvað eru bakgarðshlaup (Backyard Ultra)?

Bakgarðshlaup eru tegund ofurhlaupa þar sem þátttakendur verða að hlaupa 6706m (4,167 mílur) á innan við klukkutíma. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum. Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Þetta er endurtekið á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari er eftir í brautinni og klárar síðasta hringinn einn. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km)

Náttúruhlaupahringurinn: Einnig verður hægt að keppa í einum hring (6,7 km) með tímatöku og hefst sú keppni á sama tíma og Bakgarðurinn.  

 • Facebook síða: facebook.com/icelandbackyardultra
 • Staðsetning: Elliðabær, Heiðmörk
 • Tímasetning: Keppnin hefst kl. 9:00, laugardaginn 18. september
 • Hlaupaleið: 6,7 km hringur í Heiðmörk, byrjar og endar við Elliðavatnsbæ
 • Vegalengd: Þú hleypur eins marga hringi og þú getur!
 • Tímamörk: Engin tímamörk nema að klára hvern 6,7 km innan klukkutíma
 • Úrslit: Allir sem taka þátt í Bakgarðshlaupinu fá skráða fjölda hringja og vegalengdina sem þeir klára. 
 • Hámarksfjöldi: 200 í Bakgarðshlaupinu og 200 í Náttúruhlaupahringnum. 
 • Verðlaun: Þátttöku-/DNF viðurkenning fyrir alla sem taka þátt. Ef þú hleypur 8 hringi eða fleiri færðu veglegri viðurkenningu. 

Góð drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður við Elliðavatnsbæ. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks allan daginn fyrir þátttakendur í hvíldartímanum. Veitingar verða í boði með reglulegu millibili og hlauparar sem halda áfram eftir 8 hringi geta nýtt aðstöðu inni í Elliðavatnsbæ. 

Skráning fer fram á Netskráning.is og opnar þriðjudaginn 19. janúar kl. 12:00. Skráningu lýkur á miðnætti 3. september að því gefnu að hlaupið verði ekki orðið fullt. Skráningargjöld verða ekki endurgreidd en hægt að gera nafnabreytingar. 

Verð
 • Einn hringur með tímatöku: 2.500 kr.
 • Bakgarður Náttúruhlaupa:  9.900 kr. 

Innifalið í skráningu
 • Keppnisnúmer, brautarvarsla og tímataka
 • Hressing og veitingar á drykkjarstöð allan tímann
 • Þátttökuviðurkenning

Fylgist með á Facebook síðu hlaupsins: facebook.com/icelandbackyardultra

Skipuleggjendur keppninnar: Náttúruhlaup og Arctic Running

Nánari upplýsingar veitir Helga María Heiðarsdóttir (helga (at) arcticrunning.is).