Þátttökugjald

  • 3,3 km1.000 kr
  • 8,3 km2.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir3,3 km, 8,3 km
  • Dagsetning23. júlí 2021

Hlaupahópurinn Skokki á Húsavík býður til Botnsvatnshlaups Landsbankans sem haldið föstudaginn 23. júlí kl. 18:00.

Staðsetning og tími

Hlaupið verður ræst föstudaginn 23. júlí og hefst kl. 18:00 við norðvestanvert Botnsvatn. Botnsvatn er ein af útivistarperlum Húsvíkinga og þar er að finna fjölbreytta náttúru og dýralíf, vatn, strönd og þægilegan göngustíg umhverfis vatnið.

Botnsvatnshlaup BOT2020 009
Hlauparar leggja af stað í Botnsvatnshlaupið 2020
Vegalengdir

Boðið er upp á 3,3 km og 8,3 km hlaup eða göngu. Tímataka verður í báðum vegalengdunum frá timataka.net.

Leiðin

Þátttakendur ráða hvort þeir ganga, skokka eða hlaupa þær tvær vegalengdir sem eru í boði:

  • 3,3 km. Hefst við norðanvert Botnsvatn og farið er meðfram vatninu að norðanverðu og síðan niður Búðarárstíginn meðfram Búðará, fram hjá vatnsveitu og niður í Skrúðgarðinn á Húsavík, þar sem endamarkið er við Kvíabekk. Nokkur lækkun er frá Botnsvatni og niður í Skrúðgarð. Þægilegur stígur við allra hæfi í fallegu umhverfi.
  • 8,3 km. Hefst við norðanvert Botnsvatn, farinn er rúmlega einn hringur rangsælis um vatnið, síðan niður Búðarárstíginn meðfram Búðará og niður í Skrúðgarðinn þar sem endamarkið er við Kvíabekk.

Verðlaun

Fyrstu þrjár konur og karlar í lengra (8,3 km) hlaupinu fá verðlaun.

Skráning, verð og afhending hlaupagagna

Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu og lýkur skráningu kl. 23:59 fimmtudaginn 22. júlí. Verð er kr. 1.000 fyrir 3,3 km og kr. 2.000 fyrir 8,3 km. 
ATH! Afhending hlaupagagna fer fram í Skrúðgarðinum við Kvíabekk frá kl. 16:30 á hlaupadag. Hægt verður að skrá sig á staðnum en þá hækkar gjaldið í 1.500 kr fyrir 3,3 km og 2.500 kr fyrir 8,3 km.
Hlaupurum verður boðið upp á fría rútuferð frá Skrúðgarði upp að Botnsvatni.

Annað

Við endamarkið í Skrúðgarðinum á Húsavík verður boðið upp á drykki. Botnsvatn er um 2,5 km frá miðbæ Húsavíkur, þangað er góður akvegur (upp frá Ásgarðsvegi).  Þátttakendum er ráðlagt að leggja bílum upp við bílastæðið við norðurenda vatnsins, þar hefst hlaupið í ár. Skrúðgarðurinn er við miðbæ Húsvíkur.

Nánari upplýsingar um Botnsvatnshlaup Landsbankans veita Jón Friðrik 686-9449 og Heiðar 866-7100.