Þátttökugjald

  • 15,4 km3.900 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir15,4 km
  • Dagsetning15. maí 2021
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Brekkuhlaup Breiðabliks 2021 fer fram laugardaginn 15. maí kl 10:00.

Leiðin

Hlaupinn er hringur um Kópavogsbæ sem býður upp á margar skemmtilegar brekkur. Hlaupaleiðin liggur framhjá mörgum helstu kennileitum bæjarins. Leiðin er 15,4 km og uppsöfnuð hækkun er um 250 metrar.

Hlaupið er ræst á Kópavogsvelli, endamarkið verður einnig þar. Ræst verður í tveimur hópum til að uppfylla sóttvarnareglur. Fyrri hópurinn fer af stað kl 10:00 og sá síðari kl 10:15.

Skráning og afhending gagna

Skráningargjald er 3.900 kr.

Skráning fer fram hér á hlaup.is og lýkur henni kl 12:00 föstudaginn 14. maí. ATHUGIÐ: Vegna Covid 19 faraldursins og þeirra takmarkanna sem nú eru í gildi verða eingöngu 100 pláss í boði þetta árið. Hlaupagögn verða afhent í Fífunni föstudaginn 14. maí kl 17-19.

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sætið í karla og kvenna flokki.

Sóttvarnir

Vakin er athygli á því að vegna Covid 19 verða engar drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlauparar eru beðnir um að dvelja ekki of lengi á marksvæði að hlaupi loknu og hver og einn gæti að persónulegum sóttvörnum.

Vegna sóttvarna er ætlunin að skipta upp ræsingu og því óskað eftir að hlauparar skrái áætlaðan lokatíma í skráningarferlinu.

  • Minna en 60 mín (hraði undir 3:54 mín/km)
  • 60 - 75 mín (hraði 3:54 - 4:52 mín/km)
  • 75 - 90 mín (hraði 4:52 - 5:51 mín/km)
  • 90 - 105 mín (hraði 5:51 - 6:49 mín/km)
  • 105 - 120 mín (hraði 6:49 - 7:48 min/km)
  • + 120 mín (hraði yfir 7:48 min/km)

Nánari upplýsingar

Áslaug Pálsdóttir aslapals@gmail.com