Þátttökugjald

  • 10 km0 kr
  • 21,1 km0 kr
  • 42,2 km0 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km, Hálft maraþon, Maraþon
  • Dagsetning18. september 2021
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Domino's styrkir hlaupasamfélagið!

Mayday maraþon, hálft maraþon og 10 km hlaup verður hluti af Domino's hlaupinu sem haldið verður laugardaginn 18. september. Markmiðið er að vera með hlaup sem nýtist hlaupurum til að taka út formið sitt eftir plön og æfingar í allt sumar.

Hlaupið verður Covid útfært en þó reynt að gera sem skemmtilegast. Tímataka verður í boði Domino's, brautin verður merkt og fleira verður gert til að hafa sem best.

Skráning og þátttökugjald

FRÍTT verður í hlaupið í boði Domino's og umsjónaraðila sem gefa vinnu sína. Hlaupaleiðin verður sú sama og í Vor- og Haustmaraþoninu, heilt maraþon 2 hringir, hálft maraþon 1 hringur og einnig 10 km með snúningi eftir 5 km á stíg við Öskjuhlið rétt eftir HR.

Skráning á netskraning.is

Staðsetning og tímasetning

Upphaf og endamark verða við Rafstöðvarveg í Elliðaárdalnum. Fyrsta start (sleppa: líklega) kl. 8.00 og síðan opið að leggja af stað til klukkan 10.00. Hröðustu hlauparar eru hvattir til að starta kl. 8:00

Endamarkið verður uppi/opið í 6 klukkustundir eftir kl. 10.00 þ.e. til 16.00.

Hlaupanúmer skal sækja í Skubb ísbúð, Laugarásvegi 1, 105 Rvk á fimmtudag kl. 15-22:30 eða föstudag kl. 12:30-22:00.

Hlaupatímar birtast á hlaup.is og timataka.net.