Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km, 9 km, 28 km
  • Dagsetning27. september 2020
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Eldslóðin verður haldin í fyrsta sinn sunnudaginn 27. september 2020. Hlaupinu var frestað í ljósi aðstæðna og svo aftur fært aftur um einn dag, frá laugardeginum yfir á sunnudaginn 27. september, en hægt er að gera nafnabreytingar á flögum ef keppendur geta ekki hlaupið á nýrri dagsetningu.

Eldslóðin er ný keppnisbraut sem lögð er í samráði við nokkra þaulvana utanvegahlaupara og þar á meðan Friðleif Friðleifsson ráðgjafa okkar og þjálfara landsliðs utanvegahlaupara. Keppnisbrautin er hugsuð þannig að um leið og hlaupið sé áskorun fyrir lengra komna, sé brautin um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá eru líka hugsaðar tvær styttri keppnisbrautir með það að leiðarljósi að í lok sumars geti þetta verið skemmtilegt uppskeruhlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.

Vegalengdir og tímasetningar

10 km, 28 km og 4x28 km liðakeppni. Hlaupið er frá Vífilsstöðum.

  • 28 km. Ræsing: 12:00. Skyldubúnaður álteppi, flauta, drykkir og fjölnota brúsi eða glas
  • 10 km. Ræsing: 13:00. 

Skráning og verð

Skráning fer fram á netskráning.is.

  • 28 km.  Skráningargjald: 12.900,- kr
  • 10 km. Skráningargjald: 6.900,- kr

Hlaupaleiðir

Hlaupið er frá Vífilstöðum í meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta 28 km utanvegahlaup en einnig er í boði 10 km hlaup. Þá er einnig boðið upp á liðakeppni í 28 km vegalengdinni.

Annað

Eins og í öllum mótum mótaraðarinnar Víkingar verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði. Brautin verður vel merkt og brautaröryggi verður tryggt með vöktun.

Þjóðþekktir eru álfarnir og huldufólkið í hrauninu í kringum Búrfellsgjána. Sérstök sendinefnd sjáenda og samningafólks fór á fund þeirra í haust fyrir hönd skipuleggjenda og samið var um það að gegn því að hlauparar gætu þess að fara vel um náttúruna myndu álfarnir gæta hlauparanna í brautinni og huldufólkið umleika keppendur vernd og fylla þá eldmóði í hlaupinu.

Nánari upplýsingar

Facebooksíða Eldslóðarinnar.
Upplýsingar veittar á info@medbyr.is 

Upplýsingar frá netskráning.is og Facebooksíðu Eldslóðarinnar.