Um hlaupið

  • Vegalengdir3,5 km, 7 km, 10 km, 20 km
  • Dagsetning6. ágúst 2022

Fjarðarhlaupið verður haldið í fyrsta skiptið laugardaginn 6. ágúst kl 11:00 á Ólafsfirði.

Vegalengdir og skráning

Hægt verður að velja um nokkrar vegalengdir, 3,5 km/7 km hlaup (skemmtiskokk), 10 km og 20 km hlaup.

  • 3,5 km/7 km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 2.000 kr.
  • 10 km, karlar og konur 17 ára og eldri, 4.000 kr. hækkar í 6.000 kr. 30. júlí.
  • 20 km, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 30. júlí.
  • Fjarðarhjól 21 km og hlaup 20 km 17 ára og eldri, 9.000 kr. hækkar í 12.000 kr. 30.júlí.

Skráning er hjá Netskráningu

Leiðarlýsing

Hlaupið er ræst í miðbæ Ólafsfjarðar og hlaupið sem leið liggur upp gamla Múlaveginn að Bríkargili. Þar er snúið við, hlaupið til baka og inn Brimnesdal að vatnsbóli Ólafsfjarðar. Þar er farið yfir á sem er brúuð og upp á efsta hjalla Tindaaxlar þar sem er frábært útsýni yfir Ólafsfjörð. Hlaupið er í suður á efsta hrygg að skíðalyftunni og þar hefst lækkun á skíðasvæðinu. Þegar komið er framhjá skíðaskálanum er hlaupið niður Túngötu, undir stökkpallinn og að Tjarnarborg, en þar eru komnir 10km. Í 20 km hlaupinu er haldið áfram frá Tjarnarborg í suður, gegnum tjaldsvæðið, skólalóð og hlaupið með knattspyrnuvelli KF að Hornbrekku. Þar hefst hækkun upp að snjóflóðavarnargarði og þar efst tekinn slóði í hlíðum fjallsins suður að Burstabrekkudal. Komið niður við Tröllakot og hlaupið í suður fyrir neðan Hlíð inn í vegslóða í Bárubraut. Þá er haldið niður að Ólafsfjarðarvatni og hlaupið þar með því á malbiki inn í bæinn og endar hlaupið eftir Bylgjubyggð, Ægisbyggð og Aðalgötu að Tjarnarborg.

Drög að dagskrá fyrir laugardaginn 6. ágúst
  • 8-10:30 Afhending keppnisgagna (staðsetning nánar auglýst síðar)
  • 11:00  Fjarðarhlaupið 20 km
  • 11:05  Fjarðarhlaupið 10 km og 3,5/7 km

Annað

Eins og venja er með Fjarðargönguna þá verður fyrst og fremst hrikalega gaman hjá okkur í Fjarðarhlaupinu! Flott umgjörð, tónlist, drykkjarstöðvar verða tvær í brautinni, veitingar eftir keppni, allir fá þátttökuverðlaun en fyrst og fremst höfum við gaman!