Um hlaupið

  • Vegalengdir3,3 km, 13,1 km
  • Dagsetning1. ágúst 2021

Fljótahlaup Orkusölunnar fer fram sunnudaginn 1. ágúst og hefst kl. 10:30 við Ketilás. Í boði eru tvær vegalengdir 3,3 km og 13,1 km (Skeiðsfosshlaup). Keppendur ráða hvort þeir ganga, skokka eða hlaupa þessar vegalengdir.

Vegalengd

3,3 km og 13,1 km Skeiðsfosshlaup. Á sama tíma er boðið upp á göngu með bændum upp með Brúnastaðaá, um 75 mín ganga.

Skráning og þátttökugjald

Aðgangur í hlaupið er ókeypis en það væri gott að þeir sem hyggjast taka þátt skrái sig á Facebook síðu hlaupsins.

Annað

Hlaupið er haldið í tengslum við félagsleika Fljótamanna sem fer fram um verslunarmannahelgina í Fljótunum. Eftir hlaupið er svo heljarinnar kjötsúpuveisla í félagsheimilinu að Ketilási.

Nánari upplýsingar um Skeiðsfosshlaup

Hlaupið frá Ketilási um Ólafsfjarðarveg til suðurs og þaðan inn á Slétturveg 789 til vesturs og norður þar til komið er inn á Siglufjarðarveg 76 til austurs og beint í mark á Ketilási. Allt er á malavegi nema síðasti kílómetrinn á Siglufjarðarvegi sem er malbikaður.