Þátttökugjald

  • 1 km - 17 ára og yngri0 kr
  • 1 km - 18 ára og eldri2.000 kr
  • 2,5 km - 17 ára og yngri0 kr
  • 2,5 km - 18 ára og eldri2.000 kr
  • 5 km - 17 ára og yngri0 kr
  • 5 km - 18 ára og eldri2.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir1 km, 2,5 km, 5 km
  • Dagsetning2. september 2023

Forsetahlaup UMFÍ er árlegur fjölskylduviðburður sem haldin er á mismunandi stöðum á landinu. Hver og einn velur sér hlaupalengd og hleypur á sínum forsendum.  Engin tímataka. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tekur þátt og velur sér hlaupalengd.

Vegalengdir og tímasetningar

Hlaupið fer fram laugardaginn 2. september og hefst kl. 10:00.

Lagt er af stað frá Íþróttamiðstöðinni á Patreksfirði og hlaupinn einfaldur hringur í bænum og endað á sama stað. Hlaupið er á malbiki.

Vegalengdir sem í boði eru: 1 km, 2,5 km og 5,0 km, en engin tímataka verður í hlaupinu.

Skráning og verðlaun

Skráning er hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Þátttökugjald er kr. 2.000.- fyrir 18 ára og eldri (miðast við fæðingarár) en frítt fyrir aðra.

Allir frá þátttökuverðlaun.

Hægt verður að nálgast þátttökuarmbönd kl. 18:00 -19:00 á föstudeginum 1. september og frá kl. 09:00 á laugardagsmorgninum 2. september við Íþróttamiðstöðina á Patreksfirði.

Skráningu lýkur hér á hlaup.is kl. 22:00 föstudaginn 1. september en hægt verður að skrá sig á staðnum á hlaupdaginn milli kl. 9:00 og 10:00.

Umsjón

(UMFÍ) Ungmennafélag Íslands og (HHF) Héraðssambandið Hrafnaflóki.

Nánari upplýsingar
  • Ómar Bragi Stefánsson: 898 1095
  • Ásgeir Sveinsson: 896 2019