Þátttökugjald

  • Míluhlaup - 16 ára og yngri0 kr
  • Míluhlaup1.000 kr
  • 5 km - 16 ára og yngri0 kr
  • 5 km2.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir1,609 km, 5 km
  • Dagsetning3. september 2022
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Forsetahlaupið er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK. Tilvalinn fjölskylduviðburður fyrir alla áhugasama hlaupara á öllum aldri þar sem hlaupið er saman við Bessastaði Álftanesi.

Vegalengdir og tímasetningar

Hlaupið fer fram laugardaginn 3. september. Upphitun hefst kl. 10:00.

Boðið er upp á míluhlaup (1,609 km) og 5 km hlaup. Míluhlaupið hefst kl. 10:30 og 5 km hlaup kl. 11:00.

Hlaupaleiðir

Hlaupaleið 5 km hlaup: Hefst norðan megin við Álftaneslaug.  Hlaupið á malbiki, hellulögn og smá á malarstígum. Hlaupið er suður Breiðumýrina, síðan beygt til vinstri við Suðurnesveg í átt að Bessastöðum. Síðan yfir hringtorgið áfram Bessastaðaafleggjara og yfir planið framhjá Bessastöðum og allt þar til komið er að malarveg. Eftir um 500m á malarveg er snúið við og hlaupin sama leið til baka. Þetta er mjög flöt braut og tilvalin til bætinga.

Hlaupaleið 1 mílu hlaup: Hefst norðan megin við Álftaneslaug. Hlaupið er allt á malbiki. Hlaupið er norður Breiðumýri að gatnamótunum við Norðurnesveg. Þar er beygt til hægri í norður átt. Síðan er beygt til hægri aftur við stíg milli Vesturtúns og Túngötu. Þeim stíg er fylgt þar til kemur aftur að rásmarki.

Skráning og verðlaun

Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir Mílu hlaup og 2.000 kr fyrir 5 km hlaupið. Frítt er fyrir börn og ungmenni 16 ára og yngri.

Allir frá þátttökuverðlaun.

Umsjón

Hlaupahópar Stjörnunnar og Hlaupahópur Álftanes.