Um hlaupið

  • Vegalengdir2,7 km, 10 km
  • Dagsetning31. desember 2021

Gamlárshlaupinu hefur verið frestað þar til síðar í vetur.

Gamlárshlaup ÍR er einn stærsti hlaupaviðburður landsins og ríkir ávallt mikil stemning í hlaupinu þar sem þátttakendur mæta bæði með gleðina og metnaðinn í farteskinu. Hver og einn mætir á eigin forsendum hvort heldur fyrir félagsskapinn, gleðina, heilsubótina eða til þess ná settu hlaupamarkmiði fyrir lok árs, sigra vegalengdina eða bæta eldri tíma.

Hefð er fyrir því að hlauparar mæti í búningum sem setja skemmtilegan svip á hlaupið.

Í Gamlárshlaupi ÍR er boðið upp á eftirfarandi vegalengdir:

  • 10 km – löglega mæld braut og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands
  • 2,7 km – skemmtiskokk.

Hlaupið hefst og endar við Hörpuna.

Nánari upplýsingar á vef Gamlárshlaups ÍR.