Um hlaupið

  • Vegalengdir3 km, 10 km
  • Dagsetning31. desember 2022
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Gamlárshlaup ÍR er einn stærsti hlaupaviðburður landsins og ríkir ávallt mikil stemning í hlaupinu þar sem þátttakendur mæta bæði með gleðina og metnaðinn í farteskinu. Hver og einn mætir á eigin forsendum hvort heldur fyrir félagsskapinn, gleðina, heilsubótina eða til þess ná settu hlaupamarkmiði fyrir lok árs, sigra vegalengdina eða bæta eldri tíma.

Fyrir þá sem eru keppnis þá er brautin flöt og kjörin til bætinga. Hlaupið er framkvæmt samkvæmt reglugerð Frjálsíþróttasambandi Íslands um götuhlaup og afrek (úrslit) því viðurkennd af sambandinu.

Hefð er fyrir því að hlauparar mæti í búningum sem setja skemmtilegan svip á hlaupið og veitt eru verðlaun fyrir frumlega og flotta búninga.

Vegalengdir
  • 10 km – Löglega mæld braut samkvæmt IAAF. Hlaupið er framkvæmt samkvæmt reglugerð  Frjálsíþróttasambandi Íslands um götuhlaup og afrek (úrslit) því viðurkennd af sambandinu.
  • 3 km – skemmtiskokk án tímatöku.

Hlaupaleið

Hlaupið hefst og endar við Hörpuna.

Í 3 km hlaupinu er hlaupið austur Sæbraut 1,5 km og snúið við til baka að Hörpunni. Endamarkið er á planinu fyrir framan Hörpuna.

Í 10 km hlaupinu er hlaupið eftir syðri akrein austur að Holtavegi. Við Holtaveg er tekinn snúningur á akreininni og sama akrein hlaupin áfram að gatnamótum Sæbrautar og Sægarða, en þar er skipt yfir á norður akreinina í átt að Hörpu. Tekin er lykkja niður í Klettagarða og aftur upp á nyrðri akrein Sæbrautar áfram í mark við Hörpuna.

Kílómetrar og beygjur eru vel merkt með keilum, flöggum og umferðarmerkjum. Starfsmenn hlaupsins vakta alla helstu staði.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Gamlárshlaups ÍR og á Facebook síðu hlaupsins.