Um hlaupið

  • Vegalengdir8,5 km
  • Dagsetning15. júní 2024
Sjá úrslit

Gullspretturinn er hlaup í kringum Laugarvatn sem fram fer þann 15. júní og hefst kl. 11 við gróðurhúsið niður við vatn.

Vegalengd og leið

Hlaupið verður í kringum Laugarvatn yfir ár, mýrar, móa með frjálsri aðferð. Vegalengdin er ca. 8,5 km og drykkjarstöð verður við Útey eftir að Hólárós hefur verið vaðinn.Tímataka fer fram með flögum.

GUL2018 0079
Vaðið í Laugarvatni
Skráning og þátttökugjald

Skráning fer fram á netskráning.is og er opin til kl. 20:00 fimmtudaginn 13. júní.

Afhending gagna hefst kl. 8:00 á hlaupdag. Hámarksfjöldi þátttakenda er 350 manns.

Þátttökugjald er kr. 7.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (fæðingarár 2009).

Ath! Börn 14 ára og yngri verða að hlaupa í fylgd með fullorðnum, skráningargjald 1.500 krónur fyrir þau. Athugið að hægt verður að afskrá sig og fá þátttökugjöld endurgreidd til og með 31. maí.

Allur ágóði af hlaupinu nú í ár rennur til kaupa á björgunarsæþotu (e. jet ski), en enga slíka er að finna í Uppsveitum Árnessýslu.

Verðlaun

Verðlaun fyrir fyrstu sætin í karla- og kvennaflokki og vegleg útdráttarverðlaun.
Þátttakendum boðið upp á hverabrauð Fontana, Egils gull, Kókómjólk, Hleðslu og reyktan úteyjarsilung frá Útey að loknu hlaupi.

Annað

Búningsaðstaða stendur keppendum til boða í Íþróttahúsi Bláskógabyggðar á Laugarvatni. Að auki geta keppendur geymt verðmæti í verðmætageymslu í Íþróttahúsinu á meðan hlaupi stendur.

Aðgangur að sundlauginni á Laugarvatni er innifalinn.

Nánari upplýsingar

Á Facebook síðu Gullsprettsins.

Nánari upplýsingar inn á vefsíðu hlaupsins gullspretturinn.is