Haustjafndægurhlaupið - Árstíðahlaup nr. 3

Um Hlaupið

  • Dagsetning22. september 2020

Haustjafndægurhlaupið er utanvegahlaup sem er samhlaup en ekki keppni. Allir hlaupa á sínum hraða og hugsunin á að vera: njóta en ekki þjóta. Þátttakendur eru á eigin ábyrgð í hlaupinu og ábyrgjast að vera nógu vel undirbúin/n fyrir hlaup utanvega.

Þetta hlaup er hluti af hlauparöðinni Árstíðahlaup sem felur í sér fjögur hlaup, tvö á sólstöðum og tvö á jafndægrum.

Hlaupaleið

Leiðin verður birt á vefsíðu Árstíðahlaupa þegar nær dregur. Við ætlum okkur að halda spennunni í hámarki! En við lofum ykkur flottri hlaupaleið sem fáir hafa hlaupið. Taktu daginn frá og taktu þátt í fyrsta Haustjafndægurhlaupi Árstíðahlaupa!

Skráning

Skráning fer fram á síðu hlaupsins arstidahlaup.net. Merkt verður við nöfn hlaupara fyrir og eftir hlaup og passað upp á að allir skili sér tilbaka.

Annað

Verum í núinu og njótum þess sem hver árstíð hefur upp á að bjóða. Við fögnum hverri árstíð og þennan dag fögnum við því að fallegir haustdagar eru handan við hornið og þökkum fyrir sumarið. Í lok hlaups verður boðið upp á heita/kalda drykki og skemmtilegt spjall!

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar má finna á vef hlaupsins arstidahlaup.net og á Facebook síðu þess. Auk þess sem Árstíðahlaup eru á Instagram.

Ef veðurspáin er slæm á hlaupadaginn, mun hlaupaleiðin færast yfir á skjólsamara svæði og verður leiðin gefin út nokkrum dögum fyrir hlaupið.