Um hlaupið

  • VegalengdirHálft maraþon, Maraþon
  • Dagsetning22. október 2022
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

HAUSTmaraþon Félags maraþonhlaupara 2022 verður ræst á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdalnum skammt frá gömlu rafstöðinni laugardaginn 22. október og hefst keppni í heilu maraþoni klukkan 09:00 en hálfu maraþoni 11:00. Mætið tímanlega. ATHUGIÐ BREYTTA TÍMA.

Vegalengd

Maraþon og hálft maraþon.

Leiðin

Hlaupið hefst á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdalnum skammt frá gömlu rafstöðinni, farið er eftir nýja stígnum þvert yfir dalinn, undir Reykjanesbrautina og inn í Fossvogsdalinn, yfir göngubrúna yfir Kringlumýrarbrautina og beygt til hægri upp hjá Háskólanum í Reykjavík, hlaupið meðfram Öskjuhlíðinni upp að Hótel Natura og meðfram Nautólsveginum aftur niður að Nauthólsvík og svo áfram eftir stígnum vestur á Ægisíðu, þar sem snúið er við og farin sama leið til baka. Maraþonhlauparar fara þessa leið tvisvar. 

Drykkjarstöðvar

Drykkjarstöðvar eru við HR, snúninginn við Ægisíðu og í markinu, eða með um 5 km millibili.

Tímataka

Tímataka fer fram með flögum.

Skráning/Registration

Skráning í Haustmaraþon FM.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir: peturhh(hja)gmail.com.
Vefsíða hlaupsins: http://www.marathonhlaup.is/
Facebooksíða: www.facebook.com/springautumnmarathon