Um hlaupið

  • VegalengdirHálft maraþon, Maraþon
  • Dagsetning23. október 2021
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara 2021 verður ræst við rafstöðina í Elliðaárdal laugardaginn 23. október og hefst keppni í heilu maraþoni klukkan 08:00 en hálfu maraþoni 11:00 (ATH. breyttan tíma). Mætið tímanlega.

Vegalengd

Maraþon og hálft maraþon.

Leiðin

Ræst er við nýju brýrnar við rafstöðina í Elliðaárdal. Elliðaárdalur-Fossvogur-Nauthólsvíkurlykkja að Hótel Natura-Ægisíða að snúningi og sama leið tilbaka. Tveir hringir fyrir heilt, einn fyrir hálft sjá nánari á korti hér fyrir neðan.

Drykkjarstöðvar

Drykkjarstöðvar eru við Háskólann í Reykjavík, snúninginn við Ægissíðu og í endamarkinu. Boðið er upp á Powerade, vatn og Coke og svo nýbakaðar vöfflur með rjóma eftir hlaup.

Tímataka

Tímataka fer fram með flögum í númerinu.

Þátttökugjald/Entry fee

Þáttökugjald er 5.000 kr. fyrir hálft maraþon og 7.000 kr. fyrir heilt maraþon.

Skráning/Registration

Skráning fer fram netinu.

Hlaupanúmer með flögu eru afhent í versluninni Sport24 í Garðabæ og Sportval í Árbænum vikuna fyrir hlaupið og við rásmarkið þar sem hægt verður að skrá sig á staðnum.

Verðlaun

Steinn úr litlu stuðlabergi með skjöld fyrir þrjú fyrstu sætin í heilu og hálfu maraþoni og allir sem vilja fá verðlaunapening.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veita Þorleifur Þorleifsson torleifur(hja)gmail.com og Pétur Helgason peturhh(hja)gmail.com.
Vefsíða hlaupsins: http://www.marathonhlaup.is/
Facebooksíða: www.facebook.com/springautumnmarathon