HAUSTmaraþon Félags maraþonhlaupara 2024 verður ræst á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdalnum skammt frá gömlu rafstöðinni laugardaginn 26. október og hefst keppni í heilu maraþoni klukkan 09:00 en hálfu maraþoni 11:00.
Félag maraþonhlaupara hefur í yfir 20 ár haldið vor- og haustmaraþon og hafa þessi hlaup fyrir löngu skipað sér fastan sess og njóta sívaxandi vinsælda. Reynt hefur verið að skapa hlýja og afslappaða stemningu í kringum hlaupin. Leiðin liggur í fallegu umhverfi eftir helstu stígum borgarinnar eins fjarri allri bílaumferð og frekast er unnt. Boðið er upp á tvær vegalengdir heilt og hálft maraþon.
Vegalengd
Maraþon og hálft maraþon. Hlaupaleiðin er löglega mæld, sjá kort af hlaupaleið neðst á þessari síðu.
Keppendur í maraþoni þurfa að ljúka fyrri hring á innan við 2:30. Keppendur sem klára á lakari tíma og kjósa að hlaupa áfram gera það á eigin vegum.
Leiðin
Hlaupið hefst á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdalnum skammt frá gömlu rafstöðinni, farið er eftir nýja stígnum þvert yfir dalinn, undir Reykjanesbrautina og inn í Fossvogsdalinn, yfir göngubrúna yfir Kringlumýrarbrautina og beygt til hægri upp hjá Háskólanum í Reykjavík, hlaupið meðfram Öskjuhlíðinni upp að Hótel Natura og meðfram Nautólsveginum aftur niður að Nauthólsvík og svo áfram eftir stígnum vestur á Ægisíðu, þar sem snúið er við og farin sama leið til baka. Maraþonhlauparar fara þessa leið tvisvar.
Drykkjarstöðvar
Drykkjarstöðvar eru við HR, snúninginn við Ægisíðu og í markinu, eða með um 5 km millibili.
Tímataka
Tímataka fer fram með flögum.
Skráning
Skráning í Haustmaraþon FM. Forskráningu lýkur kl. 18 föstudaginn 25. október.
Hægt verður að nálgast keppnisgögn í verslun Sport24 í Garðabæ frá og með mánudeginum 21. október. Keppnisgögn eru einnig afhent við rásmarkið fyrir hlaup. Vinsamlegast mætið tímanlega.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir: peturhh(hja)gmail.com.
Vefsíða hlaupsins: http://www.marathonhlaup.is/
Facebooksíða: www.facebook.com/springautumnmarathon