Laugardaginn 23. september heldur Skógræktarfélag Reykjavíkur Heiðmerkuhlaupið í fjórða sinn í samstarfi við Náttúruhlaup og Fjallakofann. Með hlaupinu vill Skógræktarfélagið bjóða fastagestum og nýjum áhugahlaupurum að kynnast stígakerfinu í Heiðmörk og njóta þess að hlaupa í faðmi skógarins.
Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1901. Félagið hefur m.a. umsjón með skóginum í Heiðmörk og Esjuhlíðum ásamt viðhaldi og uppbyggingu stígakerfis og áningastaða á þessum svæðum. Sífellt fleiri velja að stunda hlaup í skógi enda er þar alltaf skjól! Hlauparar eru eindregið hvattir til að gerast félagsmenn í Skógræktarfélaginu og styðja með því við uppbyggingu stíga til hagsbóta fyrir hlaupara, árgjaldið er 4.500 kr. og fer skráning í félagið hér.
Vegalengdir
- 4,7 km - Guli hringur, skemmtiskokk
- 12 km - Ríkishringur
Hægt er að nálgast á kort af Heiðmörk með merktum leiðum á heidmork.is.
Staðsetning
Hlauparar leggja bílum sínum á Borgarstjóraplani (sjá staðsetningu hér) en þaðan er gengið að Símamannalaut (200m) þar sem hlaupið hefst (sjá kort hér fyrir neðan og einnig Google kort neðst á þessari síðu).
Tímasetningar
- 11:00. 12 km – Ríkishringur. Ræst frá Símamannalaut (200m frá Borgarstjóraplani)
- 12:00. 4,7 km - Guli hringur , skemmtiskokk. Ræst frá Símamannalaut (200m frá Borgarstjóraplani). Einnig má nýta þessa leið sem gönguleið.
- 12:30. Verðlaunaafhending fyrir fyrstu sætin og útdráttarverðlaun frá Fjallakofanum
Eftir hlaup verður boðið upp á kakó og kaffi yfir varðeldi.
Þátttökugjald og skráning
Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá skráningarhlekk efst á þessari síðu og lýkur hér á hlaup.is kl. 12 á hádegi föstudaginn 22. september. Þátttökugjöld eru eftirfarandi:
- Skemmtiskokk - 4,7 km: 2.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
- Ríkishringurinn - 12 km: 4.500 kr
Innifalið í þátttökugjaldi er flögutímataka, brautarvarsla og hressing í lok hlaups. Keppnisgögn verða afhent á eftirfarandi stöðum og tímum:
- Fjallakofanum Hallarmúla 2, fimmtudaginn 21. september kl. 10-18.
- Í Elliðavatnsbæ föstudaginn 22. september milli kl. 13:00 og 17:00.
- Í Elliðavatnsbæ á keppnisdag frá kl. 9:30 - 10:30. Athugið: 4 km eru frá Elliðavatnsbænum þar sem keppnisgögn eru afhent og að Borgarstjóraplani. Frá bílastæði á Borgarstjóraplani eru 200 m að Símamannalaut þar sem hlaupið hefst.
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla - og kvennaflokki, ásamt útdráttarverðlaunum. Í verðlaun eru jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem vinningshafar geta nálgast á hinum árlega jólamarkaði sem haldinn er við Elliðavatnsbæ allar aðventuhelgarnar. Einnig verða útdráttarverðlaun frá Fjallakofanum sem er styrktaraðili hlaupsins.
Nánari upplýsingar
Skipuleggjandi hlaupsins er Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarfi við Náttúruhlaup. Nánari upplýsingar: heidmork@heidmork.is.