Þátttökugjald

 • 4 km - 12 ára og yngri0 kr
 • 4 km - 13 ára og eldri2.000 kr
 • 12 km Ríkishringur4.000 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir4 km, 12 km
 • Dagsetning25. september 2021

Laugardaginn 25. september kl 11:00 verður Heiðmerkurhlaupið ræst. Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir hlaupinu í samstarfi við Náttúruhlaup í tilefni af 120 ára afmæli Skógræktarfélags Reykjavíkur. Félagið var stofnað 25. ágúst 1901, fyrir forgöngu danska skógfræðingsins Christians Flensborg. Um áttatíu hluthafar lögðu fé til félagsins og var því varið til að kaupa rúma sex hektara lands við Rauðavatn, girða það og hefja gróðursetningu. Flensborg taldi að þarna væri tilvalinn staður fyrir lystigarð í framtíðinni. Síðan þá hefur félagið lagt grunninn að skógrækt í Öskjuhlíð, Elliðaárdal, á Hólmsheiði og víðar. Nú er félagið að gróðursetja mikið í Úlfarsfell í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stærsta verkefni félagsins er þó að hafa umsjón með skóginum í Heiðmörk og Esjuhlíðum ásamt viðhaldi stígakerfis og áningarstaða. Hægt er að nálgast á kort af Heiðmörk með merktum leiðum á heidmork.is.

Með Heiðmerkurhlaupinu er fastagestum og nýjum áhugahlaupurum boðið að kynnast stígakerfinu og njóta þess að hlaupa í faðmi skógarins.

Viðburðurinn er auglýstur með þeim fyrirvara að samfélagslegar aðstæður muni leyfa að hann verði haldinn.


Vegalengdir
 • 4 km (skemmtiskokk)
 • Hinn vinsæli 12 km Ríkishringur.

Hlaupið hefst við Borgarstjóraplan sjá kort.

Heiðmerkurhlaupið

Tímasetningar
 • 11:00: 12 km – Ríkishringur. Ræst frá Borgarstjóraplani. Eftir hlaup verður boðið upp á kakó og kaffi yfir varðeldi.
 • 13:00: 4 km skemmtiskokk - Guli hringurinn. Einnig má nýta þessa leið sem gönguleið. Ræst frá Borgarstjóraplani.
 • 13:30: Verðlaunaafhending fyrir fyrstu sætin og útdráttarverðlaun.


Eftir hlaup verður boðið upp á kakó og kaffi yfir varðeldi.


Þátttökugjald og skráning

Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá skráningarhlekk efst á þessari síðu.

 • Skemmtiskokk - 4 km: 2.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
 • Ríkishringurinn - 12 km : 4.000 kr


Innifalið í þátttökugjaldi er flögutímataka, brautarvarsla og hressing í lok hlaups. Keppnisgögn verða afhent frá kl. 9.30 - 10:30 í Elliðavatnsbæ á keppnisdag og föstudaginn 24. september milli kl 13:00 til 17:00. Athugið: 4 km eru frá Elliðavatnsbænum þar sem keppnisgögn eru afhent og að Borgarstjóraplani þar sem hlaupið hefst.

Skráningu lýkur hér á hlaup.is kl. 12 föstudaginn 24. september.

Hámarksfjöldi í 12 km hlaupið er 200 manns.

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla - og kvennaflokki, ásamt útdráttarverðlaunum.


Í verðlaun verða jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem vinningshafar geta nálgast á hinum árlega jólamarkaði sem haldinn er við Elliðavatn aðventuhelgarnar fyrir jól.

Nánari upplýsingar

Skipuleggjandi hlaupsins er Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarfi við Náttúruhlaup. Nánari upplýsingar: heidmork@heidmork.is.