Hjartadagshlaupið fer fram laugardaginn 21. september kl. 10.
Vegalengdir og hlaupaleið
Í boði eru tvær tímamældar vegalengdir, 5 km og 10 km. Ræst er kl. 10:00 í báðar vegalengdir inn á Kópavogsvelli en hlaupið er út Kársnes og til baka í mark inn á Kópavogsvöll. Drykkjarstöð verður á miðri hlaupaleið og eftir 5 km og við endamark. Hlaupaleiðin hefur fengið löglega mælingu.
Verðlaun
Verðlaun fyrir fyrsta karl og konu í báðum hlaupum og vegleg útdráttarverðlaun. Verðlaunaafhending fer fram strax að hlaupi loknu.
Skráning og þátttökugjald
Skráning í hlaupið hefst 1. maí og lýkur fimmtudaginn 19. september. Skráning í hlaupið fer fram á netskraning.is. Einungis 400 númer verða í boði.
- 10 km hlaup kostar 5.000 kr
- 5 km hlaup kostar 3.000 kr
Hlaupagögn verða afhent í versluninni Hlaupár í Fákafeni 11, milli 11 og 18 frá 9. - 20. september.
Aðrar upplýsingar
ÞÁTTTAKENDUR ERU HVATTIR TIL AÐ KLÆÐAST RAUÐU.
Hjartadagshlaupið er haldið í tilefni Alþjóðlegs hjartadags sem haldinn er í yfir 120 löndum á hverju ári. Markmið Hjartadagsins, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf.