Um hlaupið

 • Vegalengdir5 km
 • Dagsetning24. janúar 2022

Hlaupasería Hlaupahóps FH 2022 verður með sama sniði  og í fyrra. Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að Strava hreyfingarforritinu og skrá hvert hlaup sem æfingu í Strava.  Þátttakendur geta tekið þátt hvenær sem er á fyrirfram ákveðnu tímabili sem er opið í fjóra daga í mánuðinum.

Staðsetning og tími
 • Janúar-hlaup
  Gluggi opnast á miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. janúar og lokast á miðnætti fimmtudaginn 27. janúar.
 • Febrúar-hlaup
  Gluggi opnast á miðnætti aðfararnótt mánudagsins 21. febrúar og lokast á miðnætti fimmtudaginn 24. febrúar.
 • Mars-hlaup
  Gluggi opnast á miðnætti aðfararnótt mánudagsins 21. mars og lokast á miðnætti fimmtudaginn 24. mars

Skráning og þátttökugjald

Aðeins er tekið við forskráningu á netinu. Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum eins og ef um venjulegt hlaup væri að ræða.  Forskráningu fyrir hvert hlaup lýkur kl. 18.00 á fimmtudeginum á síðasta hlaupadeginum í viðkomandi mánuði.

 • Fullorðnir (15 ára og eldri) greiða 1.000 kr. – ef greitt er fyrir öll hlaupin þrjú í einu kostar alls 2.000 kr.
 • Börn (0-14 ára) greiða 500 kr. – ef greitt er fyrir öll hlaupin þrjú í einu kostar alls 1.000 kr.

Skráning og greiðsla fer fram á netskraning.is.

Tímataka

Engin formleg tímataka er til staðar heldur verður byggt á Strava-segment.  Engin markklukka er í rásmarki og engir hraðastjórar verða í boði.

Hlaupaleiðin

Hlaupaleiðin er óbreytt frá árinu 2021, sjá Strava segment og neðst á þessari síðu. Einnig á Garmin Connect.

Hlaupið er frá upphafspunkti (stígur gegnt íþróttahúsinu á Strandgötu), eftir göngustígnum meðfram strandlengju Hafnarfjarðar til norðurs áfram Herjólfsbraut, beygt til vinstri inn Boðahlein og þaðan aftur inná Herjólfsbraut og til baka sömu leið. Leiðin er nokkuð flöt og ákjósanleg til bætingar.

Partur af hlaupaleiðinni er á götu og göngustígum.  Þátttakendur eru beðnir um að taka tillit til þess og sýna ýtrustu varúð og tillitssemi.  Þátttakendur eru einnig hvattir til að kynna sér hlaupaleiðina vel og er nauðsynlegt að hlaupa í rétta átt í kringum hverfið við Hrafnistu.

Að loknu hverju hlaupi þarf þátttakandi að skrá tímann sinn sérstaklega á netskraning.is.  Í athugasemd skal setja link inn á Strava æfinguna sem staðfestir að hlaupið hafi verið á gefnu tímabili.  Vinsamlegast skráið tímann á Segmentinu inn á síðuna. Æfingarnar þurfa að vera Public (ekki Private) svo þær birtast á Strava segmentinu.  Athugið að skráning tíma verður að vera gerð í tölvu þar sem að formið virkar ekki í síma.

Hlaupasería FH og Bose ATL2016 320
Frá Hlaupaseríu FH
Þjónusta á hlaupastað

Þar sem að hlaupin teygja sig yfir nokkra daga er engin þjónusta við hlaupara líkt og ef um hefðbundinn viðburð væri að ræða.  Ekki eru salerni á staðnum, né aðstaða til þess að geyma hluti eins og síðustu ár.  Að auki er sundferð ekki innifalin í þátttökugjaldi þetta árið.

Verðlaun

Allir þeir sem skrá sig, hlaupa og skrá tímann sinn, munu eiga kost á útdráttarverðlaunum.  Athugið: Engin skráning – enginn möguleiki á verðlaunum. Öllum er þó frjálst að spreyta sig á leiðinni en aðeins þeir sem skrá sig sérstaklega í hlaupið eiga kost á verðlaunum.  Óháð aldri fær fljótasta kona hvers hlaups 10 stig, sú í öðru sæti 9 stig og þriðja sætið gefur 8 stig.  Sama á við um karla; fljótasti karl hvers hlaups óháð aldri fær 10 stig, annað sæti gefur 9 stig og það þriðja 8 stig.

Að auki verður haldið utan um efsta sætið í hverjum aldursflokki hjá hvoru kyni fyrir sig.

Í lok hlaupaseríunnar (eftir mars-hlaupið) verður tekinn saman listi yfir þrjár stigahæstu konurnar og þrjá stigahæstu karlana, óháð aldri og þeim veitt verðlaun.  Allir þátttakendur (skráning + hlaup) eiga svo kost á að vinna sér inn útdráttarverðlaun.

Frekari upplýsingar

Hægt er að fylgjast með hlaupinu á Facebook síðu hlaupsins.

Hver og einn þátttakandi er á eigin ábyrgð (disclaimer)

Keppendur taka þátt í Hlaupaseríu Hlaupahóps FH á eigin ábyrgð. Framkvæmdaaðilar geta á engan hátt verið ábyrgir fyrir skaða sem keppendur hugsanlega verða fyrir eða valda öðrum meðan á þátttöku í hlaupinu stendur.  Með skráningu í þennan viðburð staðfestir þátttakandi skilning á þessu og samþykkir skilmála hlaupsins.